Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 69
67 og börn, þeir sem lögðust inn á barnadeild. Yfirleitt eru nokkuð hreinar línur þar á milli. Mörkin eru yfirleitt sett við 12 ár á barnadeild, þótt einstaka eldri fari þangað inn, sérstaklega þeir sem lágvaxnir eru. 13 ára og eldri eru yfirleitt lagðir inn á hand- læknisdeildina. Börn eru samkvæmt þessari flokkun 215. Drengir voru 127 (59.1%), en stúlkur 88 (40,9%). Fullorðnir voru 114, langflestir karlmenn eða 83 (72,8%) og konur 31 (27,2%) (Mynd 1). Þegar athuguð er aldursdreifing þá kemur það ekki á óvart, að brunar eru lang-algeng- astir hjá börnum í yngstu aldursflokkunum. Langflest börn voru á aldrinum 1—2ja ára og meira en helmingur barna sem lögð eru inn vegna brunasára, voru á aldrinum 0—2ja ára (Tafla I). Þegar kemur upp í efri ald- urshópa, þá minnkar tiðni jafnt og þétt. Hjá fullorðnum voru það einnig þeir yngri einstaklingar sem helst brenna sig og fækk- ar þeim eftir því sem aldurinn færist yfir þá, nema eftir sjötugt eykst tíðnin aðeins. 2. Vettvangur slysa: Langflest börn brenndu sig i heimahúsi eða 186 af 215 (86,5%), sjá töflu n. Fullorðnir hlutu bruna- sár frekar á vinnustað. Af 114 brenndu 50 sig á vinnustað (43,9%) og 40 í heimahúsi (35.1%). Þegar litið er á allan hópinn, þá brenndu sig 226 í heimahúsi (68,7%) og 50 á vinnustað (15,2%). 3. Orsakir bruna: 17 börn brenndu sig á eldi (7,9%) og færri hlutu snertibruna, t.d. af heitum plötum eða straujárnum (4,7%) og átta hlutu rafmagnsbruna (3,7%). Lang- flest börn brenndu sig á heitum vökvum eða 162 (75.3%). Aðstæður voru langoftast mjög svipaðar. Mjög algengt var að heitir vökvar helltust yfir börn, sem voru að flækjast á gólfinu, aðallega í eldhúsum. Þetta er mjög oft kaffi eða sjóðandi vatn eða súpur úr pottum. Einnig var mjög algeng orsök, að börn teygðu sig upp á borð í ílát með heit- um vökvum og helltu yfir sig. Þetta voru langoftast yngstu aldurshóparnir. Kom þetta oftast fyrir á annatímum í sambandi við matseld, í hádeginu og sérstaklega seinni part dags um kvöldmatartímann. Einnig var nokkuð algengt að börnin brenndu sig í baði, annað hvort að þau voru sett í of heitt bað Brunar á Landspitala MYND 2 TAFLA II. Vettvangur brunaslysa. Börn N % Fullorðnir N % Alls N % Heimahús Vinnustaður Leikvangur Hverasvæði Umferðaslys Aðrir staðir Ekki vitað 186(86.5) 8(3,7) 3(1.4) 15(7.0) 3(1.4) 40(35.1) 50(43.9) 5(4.4) 5(4.4) (2(1.8) 12(10.5) 226(68.7) 50(15.2) 13(4.0) 9(2.7) 2(0.6) 26(7.9) 3(0.9) Samtals 215(100.0) 114(100.1) 329(100.0) TAFLA III. Orsakir bruna. Börn N % Fullorðnir N % Alls N % Heitir vökvar 162(75.3) 33(28.9) 195(59.3) Eldur 17(7.9) 32(28.1) 49(14.9) Snertibruni 10(4.7) 3(2.6) 13(4.0) Rafmagn (lág spenna) 8(3.7) 1(0.9) 9(2.7) (há spenna) 3(2.6) 3(0.9) Bráðin feiti 7(3.3) 4(3.5) 11(3.3) Ertandi efni 4(1.9) 8(7.0) 12(3.6) Sprenging (bensín) 2(0.9) 8(7.0) 10(3.0) (gas) 1(0.5) 17(14.9) 18(5.5) Annað 4(1.9) 5(4.4) 9(2.7) Samtals 215(100.1) 114(99.9) 329(99.9) eða þá að þau skrúfuðu sjálf frá heitu vatni. Nokkur duttu aftur fyrir sig í heita þvotta- bala. (Tafla III). Fullorðnir brenndu sig einnig oftast á heitum vökvum eða 33 (28,9%). Einnig voru mjög margir, sem brenndu sig á eldi eða 32 (28,1%). Stór hópur brenndi sig í gasspreng- ingu eða 17 (14,9%). Af öllum hópnum brenndu 195 sig á heitum vökvum (59,3%) og 49 brenndu sig á eldi (14,9%). Aðrar orsakir voru mun sjaldgæfari. h. Ástœður fyrir innlögnum: Hjá börnum var oft erfitt að meta ástæður fyrir innlögn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.