Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 24

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 24
22 LÆKNABLAÐIÐ Lundinn (Fratercula arctica) (Puffin) var af mörgum tal- inn aðalsýklaberi ginklofans, enda miklu eldri varpfugl í Vestmannaeyjum heldur en fýllinn. og eru þar meiri eða minni nytjafuglar. Séra Gizur getur um ginklofann og lýsir honum nokkuð (25), en þá hafði ginklofinn verið drepsótt í Vest- mannaeyjum all lengi og er meðal annars getið í eldri ritum allt frá byrjun sautjándu aldarinnar (92), eins og nánar er rætt á bls. 9 og 21. í Grímsey var fýll mikið veiddur og notaður til manneldis,en þar varmannfjöldinn íkringumóO— 90 manns. Alls munu þar hafa verið drepnir 4000 fýlar árlega, svo það er hlutfallslega ekki minna heldur en í Vestmannaeyjum, en þó talsvert minna en á St. Kilda (12). Síðari athuganir sýna, að gin- klofi hefur verið all skæður í Grímsey að sögn séra Matthíasar Eggertssonar (56) og eigin athugunum höfundar, sbr. s. 34. A St. Kilda var fýlatekja allt að fimm sinnum meiri á mann heldur en í Grímsey og í Vest- mannaeyjum, en þar var ginklofinn líklega enn skæðari sjúkdómur heldur en í Vestmannaeyjum og samkvæmt heimildum áttu þarað hafa dáið 800 af þúsundi fæddra (91). í Færeyjum kom fýllinn ekki til varps fyrr en í kring um 1840 (12) og þá til Suðureyjar fyrst, en hafði oft sést áður og er hans fyrst getið þar í heimildum sem aðkomufugls við Færeyjar árið 1603-1604 (12).' Færeyingar töldu þennan fugl, sem á þeirra máli hét „Havhestur" og ber nafn með rentu. boða óveður og flýttu sjómenn sér til lands, þegar hann sást koma; þar af nafnið „Stormfugl", sem er notað í dönsku um þennan fugl, auk „Mallemuk". Talið er að fýllinn sé upprunninn á Suðurheim- skautinu og hafi borizt þaðan um Kyrrahafið norður með ströndum Ameríku vestanverðum, norður fyrir Síberíu og þaðan til Spitzbergen, Franz Josepslands og Grænlands. Á Grænlandi var fýllinn fyrrum í slíkum há- vegum hafður að hann var talinn maki „Móður andans mikla". í þjóðsögum Eskimóa eru maður og dýr reyndar ekki skýrt aðskilin. heldur gátu þau tekið á sig hvers annars mynd að vild. Hinar víta- minauðugu, fituríku afurðir fýlsins hafa þar talist „guðafæða" (13). Latneska ættkvíslarheitið Fulmar er komið úr ensku eftir heiti fuglsins á Suðureyjum, en þar var talið að nafnið væri úr norrænu komið frá víking- um til foma, fúlmár (12). Elsta heimild um nafnið er í vísu Hallfreðar vandræðaskálds (84). Fýllinn hefur farið víða um norðurhöf á tímum Hallfreðar vandræðaskálds og farmenn mætt honum og þekkt háttarlag hans. Vísa Hallfreðar er ort i tilefni af því, að unnusta hans úti á íslandi vargift. þegar hann kom aftur til baka úr einni af ferðum sínum og var hann ekki allt of ánægður með að vera búinn að niissa af henni i hjónarúmið til Gríss. Fyrri hluti vísunnarerþannig. en þarerað finna nafnið „fúlmár" í fyrsta sinn í heimsbókmenntum. Þrammar, svá sem svimmi, sílafullur, til hvílu fúlskerðandi fjarðar, fúlmár á tröð Báru. Á mæltu máli myndi þetta nokkum veginn vera þýðingin: Maðurinn þrammar til hvílu, eins og sílafullur fúlmár syndir á hafi... Segja má, að þessi umræða um fýlinn helgist af því, að hann skuli. þrátt fyrir allt sem hann hefur lagt til í búið í Vestmannaeyjum og víðar, ekki hafa komið við sögu fyrr en fyrir rúmlega 200 árum á þeim slóðum og hann hefur ekki verið kominn til Færeyja fyrr en fyrir rúmurn 140 árum. sem varpfugl og þar með nytjafugl (12). í Skafta- fellssýslum þar sem jafn mikið var veitt um seinni hluta 19. aldar og í Vestmannaeyjum. var hann ennþá seinna á ferðinni. Fróðir menn skýra þetta

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.