Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 28

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 28
26 LÆKNABLAÐIÐ Indfánar f Suður-Ameríku fara eldi um trjástofna, berja þá með lurk eða skera f þá til að framkalla „balsam" rennsli til að græða sárin. Indíána er sagt. að þeir hafi lært notkun þess af göltum, sem að loknum bardaga sín á milli, sem oft hafði í för með sér stór sár eftir hinar miklu og beittu vígtennur. þá hafi dýrin runnið að tré nokkru í skóginum, rifið upp börkinn og síðan nuddað sárinu upp úrolíu þeirri eða balsami, sem út úr sári trésins flaut. Greri þá allt fljótt og vel. Þetta tré var kallað á heimaslóðum „Colocai" en annars var brasilíska nafnið á því „Copaiba". Á portúgölsku var nafnið „Gamilo", en á frönsku „Copau“. Það sem úr trénu flaut var kopaivabals- am (Balsamum Copaiba). Þetta merkilega tré er eitt af mörgum svipuðum, stórvöxnum, um 100 feta háum, trjám sem gefa af sér ýmiskonar nytjar (71), læknisdóma og margt fleira. Perú- balsam er t.d. þekkt sem meðal gegn húðkvillum sérstaklega „kláða“ og einnig sem sárasmyrsl. Mörg þessi tré eru af ertublómaættinni (Legu- minacae), sem hafa þann eiginleika að nota sam- félag við rótarbakteríur til þess að vinna köfn- unarefni úr loftinu til eigin þarfa. Það eru ýmsar trjátegundir til sem framleiða „Cobaiba“-balsam einkum á Amazonsvæðinu, en þekktust þeirra og talin bezt er Copaifera Langsdorfii og Copaifera Officinalis. Með frumstæðum aðferðum hafa fengizt allt að 40 litrar af olíu úr einstökum trjá- stofnum á einni vertíð. þ.e. þurrkatímabili, án þess að fella tréð. Þetta balsam er ekki aðeinsiæknislyf, heldur einnig lakkefni og brennsluefni. í olíukreppunni nú á tímum er farið að ræða þann möguleika, að með verndun og ræktun þessara trjáa gætu Brasi- líumenn fullnægt allri brennsluolíuþörf sinni með afurðuni þessa trés í framtíðinni. Þessa töfratrés og afurða þess er fyrst getið í skýrslu Petrys Martys til Leós 10. páfa um sextán- hundruð (96). Síðan kynntist portúgalskur munk- ur læknisdómi þessum í kring um 1625 hjá Indí- ánum í Brasilíu og sagði svo frá: „Það er mikið notað við sár og losar menn við hrúður og ör.“ Tré þessu lýsa síðan náttúrufræðingarnir Marggravius og Piso (62. 70). Notkun þessa balsams dreifðist síðan víða um lönd, en þó mun það mest hafa verið notað í Ameríku, en það hefur einnig verið tekið upp í lyfjaskrár á Norðurlöndum og í Þýzkalandi, þótt það hafi ef til vill verið notað minna þar og ekki er vitað til þess að það hafi verið notað við naflasár eða til varnar gegn sýkingu á naflanum eftir fæð- ingu eins og Peter Schleisner gerði (22). Þetta merkilega balsam er eitt af mörgum sem Indíánar í Ameríku þekktu og notuðu, en það er raunar talið að Indíánar í Suður-Ameríku hafi þekkt og notað öll þau jurtalyf sem er að finna í lyfjaskrám nú á dögum (94). Það er einnig talið að þekkingu á lyfjajurtum á meðal Indíána hafi mjög hrakað og mörg sú þekking, sem áður var mönnum tiltæk, hafi algjörlega horfið eftir að Columbus kom til Ameríku og þá ekki sízt vegna efasemda kirkj- unnar manna. Þessvegna hefur margt týnzt. Hins- vegar varð Perúbalsam miklu þekktara víða um heim heldur en kobaivabalsam vegna þess, að Perúbalsam var tekið i þjónustu kirkjunnar. Það var notað í smyrsl til þess að smyrja menn við hátíðlegar athafnir kirkjunnar (Chrisma). Danir hafa þekkt þetta lyf, enda kom það í ljós við athugun á dönskum, löggiltum lyfjaskrám frá þessum tíma. en athugaðar voru slíkar lyfjaskrár allt frá árinu 1658. Árið 1805 er kopaivabalsam tekið upp í lyfjaskrána og er þar enn 1933 (69). Þannig er þetta balsam þekkt í Evrópu og notað þar. líklegast meira við þvagfærasjúkdóma en sár, þótt notkun þess á sár hafi einnig verið þekkt frá því hin stórmerka bók „Pomets“ kom út í París árið 1694, „Histoire generale de Drogues", sem fljótlega var þýdd á þýzku og gefin út í Leipzig 1717 („Der aufrichtige Materialist und Specerey— Hándler ...“) (71). En í þessu riti er ótrúlega tæmandi lýsing á læknisdómum úr jurta-og dýraríki og ríki efna- fræðinnarfrá fyrri tíð og til útgáfudags ritsins. í riti Pomets er nákvæm lýsing á kopaivabalsami, sbr. rnynd. Það er því augljóst að balsamið er vel þekkt í Evrópu eins og fyrr segir, og að sjálfsögðu vest- anhafs líka. en ekki notað á naflasár í Evrópu svo vitað sé, enda ekki fyrr en löngu seinna, sem sam- band milli naflasárs og ginklofa sannaðist. í Drogenkunde (Hamburg 1949) eftir Heinz A. Hoppe, segir um kopaivabalsam á bls. 13: „An-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.