Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 4
Mynd af Erlingi tekin í mars 1994. Formálsorð Fyrir allmörgum árum, þegar Þorvaldar Veigar Guðmundsson var formaður Læknafélags ís- lands, var skipuð nefnd á vegum félagsins til þess að eiga viðtöl við eldri lækna og varðveita þannig ýmsa vitneskju um líf þeirra og störf. Var annar okkar, Tryggvi, einn nefndarmannanna og varð það kveikjan að því að við ákváðum að ræða við Erling Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalækni. Þorkell hafði notið læknishjálpar Erlings ára- tugum áður og orðið hún minnisstæð. Þóttumst við vita það, sem síðar kom á daginn, að Erlingur hefði frá mörgu að segja. Áttum við þrjú viðtöl við hann, hin fyrstu tvö síðdegis laugardagana 21. október og 16. desember árið 1989, en hið síðasta 13. janúar 1990, einnig á laugardegi. Þau fóru fram á heimili annars okkar (ÞJ) og konu hans Esterar Eggertsdóttur, að Oddagötu 10, en hún á einnig lifandi minningar um læknisverk Erlings. Viðtalið var í heild tekið á segulband. Hulda Ólafsdóttir, áður starfsmaður Rannsóknarstofu í lyfjafræði, vélritaði það af bandinu. Erlingur og Tryggvi lásu vélritað handrit viðtalsins og leið- réttu svo sem við var komið. Anna Atladóttir skrifstofustjóri lyflækningadeildar Landspítalans var til aðstoðar við það starf. Að vel athuguðu máli ákváðum við að best væri að rita textann þannig, að spurningum okkar væri sleppt og við- talið tæki á sig form samfelldrar frásagnar Erl- ings. Vinna þessi hefur tekið drjúgan tíma. Meðan á henni stóð kom út ævisaga Erlings á vegum for- lagsins Iðunnar, í desember 1990, rituð af honum sjálfum. Þótt vitanlega sé margt í þessu viðtali sem einnig er í bókinni fer því þó fjarri að um hreina endurtekningu sé að ræða. Margir læknar hafa heldur ekki lesið bókina né heyrt hennar getið. Því fannst okkur fjarri lagi að hætta við verkið vegna útkomu bókarinnar. Á það ber einnig að líta, að við höfum sett texta þessa viðtals saman með sérstakri áherslu á merkilegt braut- ryðjandastarf Erlings og jafnframt tekið mið af því að þetta yrði lesefni handa læknum. Erlingur hefur lifandi frásagnarstfl og var okk- ur mjög í mun að hann héldist í viðtalinu. Við höfum af þeim sökum ekki treyst okkur til að stytta textann meira en orðið er og heldur ekki að breyta frásagnarstfl Erlings þannig að hann yrði knappari. Því hefur orðið úr að fara þess á leit við ritstjórnina að láta prenta viðtalið sem fylgirit við Læknablaðið og hefur hún góðfúslega orðið við þeim tilmælum. Þórarinn heitinn Guðnason læknir (d. 1995) yfirfór textann og leiðrétti og Þorsteinn blaða- maður sonur Erlings hefur einnig farið yfir texta viðtalsins og leiðrétt. Anna Atladóttir hefur hjálpað okkur mikið bæði við upprunalegu hand- ritin unnin af segulbandi svo sem fyrr getur og ýmsa tölvuvinnu. Um leið og við minnumst Þór- arins með virðingu og þökk færum við þeim Huldu, Önnu og Þorsteini bestu þakkir fyrir alla hjálpina. Tryggvi Asmundsson Þorkell Jóhannesson

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.