Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Erlingur og Allan Gammeltoft við spítalann í Ny- köbing. námi okkar hjá sér. M hringir síminn og tilkynnt var að maður hefði fundist rétt utan við bæinn, allsnakinn vaðandi í snjónum. Sjúkrabíll hefði flutt hann á spítalann. Við skunduðum þangað allir og litum á manninn, sem lá þar á sjúkrabör- um glaðlegur á svip, rólegur og kvartaði ekki. Hann reyndist hafa með öxi höggvið allar tærnar af báðum fótunum og auk þess veitt sér fjölda áverka um allan líkamann. Við nánari skoðun kom í ljós að gat var á brjóstkassanum svo að lungað hafði fallið saman þeim megin. Sjúkling- urinn var drifinn á skurðarborðið og byrjað á því að loka gatinu á brjóstholinu. Ég fékk þann starfa að hreinsa og skrúbba tástúfana með naglabursta upp úr sápuvatni. Pá kallar yfirlæknirinn; „Hætt- ið Thorsteinsson, sjúklingurinn er alveg ódeyfð- ur“, en ég svaraði því til að hann væri ánægður og brosandi. Þetta virtist ekki valda honum neinum sársauka og var því samþykkt að ég héldi áfram. Gammeltoft kom til okkar fljótlega eftir aðgerð- ina með sjúkraskýrslu og uppdrátt, sem sýndi um 50 sár. Sérfræðingur í geðsjúkdómum kvað upp þann dóm að hér hafi verið um trúarofstækiskast hvítasunnumanns að ræða. Málfar íbúanna á Mors var mjög frábrugðið ríkisdönsku, sem þeir þó skildu vel í útvarpi og blöðum, en þeir töluðu aðeins sitt mál sem aðrir Danir skildu alls ekki. Þcss vegna ráðlagði stað- gengill minn mér að spyrja sjúklingana þannig að þeir þyrftu aðeins að svara já eða nei. Því ef ég til dæmis spyrði hvenær þeir hefðu veikst kynnu þeir að svara „jentagaar jas“ (= iforgárs aftes) eða einhverju öðru óskiljanlegu. Sömuleiðis þýddi lít- ið að spyrja þá hvar þcim væri illt. Þeir svöruðu þá oftast einhverju illskiljanlegu, en þó kom fyrir að Nordentoft yfirlœknir og Erlingur við röntgen- tœki. með góðum vilja mætti renna grun í hvað það ætti að þýða, eins og til dæmis: „Av pain in mau“, sem hafði nokkuð enskan hreim en mér skildist þýða að verkur væri í maganum, enda benti sjúklingur- inn á magann. Margir sjúklinganna, einkum þeir sem komu úr sveitunum höfðu aldrei baðað sig á ævinni eða klippt neglur tánna, sem voru orðnar geysilangar og snúnar á alla vegu. Þeir voru fyrst í stað látnir liggja í sápubaði alllengi daglega, í nokkra daga. Þá fór skófin að detta af á pörtum, og húðin að líkjast landakorti. Mér duttu í hug orð Guðmundar prófessors Hannessonar að íslend- ingar hefðu fyrr á tímum, þegar þeir voru í ullar- nærfötum, ætíð haft hreina húð. A þessum spítala voru framkvæmdar fjölmarg- ar og margskonar aðgerðir. Einkum man ég eftir mörgum gallblöðruaðgerðum, sem nokkrir sjúk- linganna lifðu því miður ekki af. Ég sá Nordentoft framkvæma fyrstu róttæku æðahnútaaðgerð á fót- um sem ég hef séð gerða og aðstoðaði hann oft. Hann skar inn á stóru bláæðina (vena saphena magna) í lærinu uppi undir nára og stakk þar inn þunnri fjöður með kúlu á endanum. Þessari fjöð- ur ýtti hann eins langt niður eftir fótleggnum eins og hægt var inni í æðinni. Þá skar hann inn á kúluna, dró út æðarendann. batt utan um hann og fjöðrina ofan við kúluna. Því næst togaði hann fjöðrina ásamt kúlunni og ailri æðinni upp til baka og tók það allt út um opið sem hann hafði gert efst á lærinu. Þar með var æðin ásamt öllum hnútum horfin. Þetta hafði ég aldrei séð áður og var þá nýjung, að ég held, en er sú aðferð sem mest er notuð enn, eftir því sem ég best veit. Jakob Nordentoft var rnjög fær skurðlæknir og framkvæmdi aðgerðir, sem nú á dögum tilheyra

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.