Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 17 ýmsum sérgreinum, og heppnaðist flest prýði- lega. Hann hafði aðallega verið við framhalds- nám í Frakklandi, var glaðvær og skemmtilegur maður enda þótt hann væri mikill „hershöfðingi". Einnig hafði hann gaman af að eiga hunda og temja þá vel. Hann átti þrjú pör sitt af hverri tegund og geymdi tvö þeirra alltaf í sveit, en hafði eitt heima hjá sér til skemmtunar og uppeldis tvo eða þrjá mánuði í senn, en þá fór hann með það aftur í sveitina og skipti. Þetta voru mjög misstórir og ólíkir hundar en allir fallegir. En Jakob var ekki við eina fjölina felldur því hann átti líka tvær risastórar sænskar kóngauglur sem hann hélt mik- ið uppá. Það var par, karl- og kvenfugl, sem bjuggu í stóru búri sem náði þvert yfir lóðina bak við húsið. Þegar ég kom til Mors gisti ég fyrstu nóttina hjá Jakobi og Ellen konu hans. Sonur þeirra fylgdi mér til svefnherbergis uppi á lofti. Það var við hliðina á baðherberginu, en herbergi sonarins var gegnt mínu. Eg lagðist strax til svefns enda dauð- þreyttur. En mér gekk illa að festa svefn þar eð óskapleg óhljóð héldu mér vakandi. Hljóðin líkt- ust því að verið væri að murka lífið úr manneskju í næsta herbergi. Þessvegna reis ég á fætur, hljóp yfir til læknissonarins og sagði honum frá því að líklega væri verið að pynda eða myrða einhvern í baðherberginu. Hann sagði mér þá að ég gæti verið rólegur því þetta væru bara uglurnar hans pabba, þær væru nýbaðaðar og væru látnar þorna til morguns. Þær væru baðaðar vikulega. Ég fékk að vera viðstaddur þegar þær voru fluttar út í búrið næsta morgun. Skömmu síðar spurði yfirlæknirinn mig hvort ég hefði bílpróf og ef svo væri þá ætlaði hann að biðja mig um að aka með sig og uglurnar út fyrir bæinn til að skjóta fugla og ekki leið á löngu áður en sú ferð hófst. Jakob fór inn í búrið, greip um lappirnar á annarri uglunni, sveiflaði henni í vinstri handarkrika sinn og setti hina í þann hægri á sama hátt. Hann hélt þeim fast, argandi og gargandi, gekk að bílnum og setti þær báðar í aftursætið. Þegar hann hafði náð í byssu sína og annað tilheyrandi fékk ég skipun um að aka af stað, en hann tók fram að ég mætti ekki aka hratt í beygjum því það hefði slæm áhrif á uglurnar. Skyndilega sagði foringinn mér að stansa, þreif uglurnar út og setti þær niður nokkurn spöl frá veginum. Sjálfur faldi hann sig með byssuna í runna. Ég fylgdist með af áhuga. Litlu síðar flugu nokkrar krákur yfir, líklega hafa þær séð eða heyrt eitthvað í uglunum, en krákuhópurinn stækkaði ört og bjóst til atlögu gegn óvininum. Skyndilega kvað við skothvellur úr byssu hers- höfðingjans og krákur hrundu niður úr loftinu. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, en skyndi- lega gekk skyttan fram á völlinn og veifaði mér að koma. Hann sagði að nú væri sennilega nóg kom- ið og þegar við höfðum komið öllum fuglunum fyrir í bflskottinu var það næstum fullt. „Hvað á að gera við allar þessar krákur", spurði ég, því ég hafði ekki heyrt um að fólk borðaði þær. „Þetta er aðalfæða uglanna og uppáhaldsmaturinn þeirra", svaraði skyttan. „En þær fá samt stundum annað sælgæti með. Það eru þær fylgjur sængurkvenna, sem til falla, en það er besta sælgæti sem þær geta fengið". Mérþótti þetta nýstárlegar fréttir. Veiði- förin var á enda og við héldum heimleiðis. Varla þarf að geta þess að ég ók afar varlega í beygjum. Fyrst ég er farinn að segja frá uglunum hans Jakobs vil ég að endingu láta fylgja með söguna af því þegar þær sluppu út úr búrinu og skelfdu bæjarbúa svo mjög að leitað var til björgunar- sveitarinnar Falk’s Redningskorps. Hún réð ekk- ert við þessa stóru fugla, sem gátu beinlínis orðið lífshættulegir. Lögreglan var kölluð til hjálpar en án árangurs svo afráðið var að leita til eigandans. Yfirlæknirinn var önnum kafinn við stóraðgerð á sjúkrahúsinu. Nú komu þeir til hans og óskuðu eftir hjálp. Hann lét aðstoðarlækninn taka við sínu starfi og skyldi ég vera honum til aðstoðar. Sjálfur hljóp hann af stað í björgunarstarfið. Við höfðum lokið aðgerðinni er Nordentoft birtist aft- ur. Honum hafði tekist að handsama fuglana við illan leik, því þeir voru alveg orðnir óðir. Hann hafði hlotið margar skrámur og var alsettur plástrum á höndum og í andliti. Þannig lauk þess- um bardaga. í lok janúar lauk kandídatsári mínu, en þó átti ég eftir að vera á fæðingardeild þrátt fyrir allar þær fæðingar sem ég hafði verið viðstaddur á þessum spítala. Kona mín átti von á barni í mars- mánuði og hafði ég hugsað mér að hún fæddi á Ríkisspítalanum meðan ég ynni þar. Til Kaupmannahafnar Þegar við fluttum til Kaupmannahafnar, frá hinni yndislegu Morseyju, réði ég mig sem kandí- dat á skurðdeild á Bispebjergspítalanum hjá pró- fessor Jens Foged, því ég var löngu búinn að ákveða að velja almennar skurðlækningar sem ævistarf. Ég réði mig þó aðeins febrúarmánuð fyrst í stað, því ég vildi vera á fæðingardeildinni marsmánuð að sjálfsögðu. Það tókst og var ég svo heppinn að vinur minn Baldur Johnsen læknir var þá nýkominn þangað til starfa. Það varð mér til mikillar ánægju, því hann var afbragðsfélagi, létt- ur í lund og ræðinn. Auk þess sungum við oft saman í tómstundum á síðkvöldum og undraðist ég mjög hver ósköp hann kunni af ýmsum kveð-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.