Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 35 hitti gatið og færi ekki of langt inn í völundarhús- ið. Petta var ótrúlega erfitt og tímafrekt verk. Móðirin kom og hafði vaktaskipti við mann sinn á fjórða tímanum, en það var ekki fyrr en á fimmta tímanum að ég var fyllilega ánægður og setti hljóðhimnuna aftur á sinn stað. Heyrnar- mæling sýndi næstum fulla heyrn á þessu eyra. í>að var stórkostlegt. Ég gat varla trúað því. Um fimmleytið var aðgerðinni lokið eftir níu klukku- stunda vinnu undir smásjánni, þeirri lengstu sem ég hefi nokkru sinni innt af hendi. Pó ég væri orðinn mjög þreyttur fann ég það lítið vegna gleði minnar yfir árangrinum og þolinmæði drengsins var aðdáunarverð. Aldrei kvartaði hann þótt ég þyrfti að bæta við deyfinguna nokkrum sinnum. Foreldrarnir stóðu sig einnig með prýði. Heyrnar- mælingar síðar sýndu að heyrnin á eyranu fór batnandi og varð nær eðlileg og var það enn nokkrum árum síðar. Skömmu eftir að ég framkvæmdi þessa aðgerð sá ég i amerísku læknablaði grein eftir prófessor Scheer, þar sem hann lýsir margskonar vansköp- unum í miðeyra sem hann hafði séð í sínu starfi, meðal annars nákvæmlega sams konar og var hjá drengnum sem ég var að segja frá. í þessari grein telur hann að ekkert sé hægt að gera í slíku tilfelli. Ef ég hefði lesið greinina áður en ég fékk þennan dreng til meðferðar er ekki víst að ég hefði reynt aðgerð. Nokkru síðar skrifaði ég bréf til prófessors Scheer fyrir vin minn Daníel Guðnason háls-, nef- og eyrnalækni, sem óskaði eftir þátttöku í nám- skeiði í heyrnarbætandi aðgerðum, sem Scheer ætlaði að halda með vorinu. Ég notaði tækifærið og sagði honum frá aðgerð minni á vanskapaða eyranu. í svarbréfi frá Scheer kvað hann Daníel velkominn á námskeiðið og óskaði mér jafnframt til hamingju með árangur nefndrar aðgerðar sem hann kvaðst ekki vita til að gerð hefði verið nokk- urs staðar áður. Heyrnarmælingar Arið 1943 þegar ég starfaði hjá Hvidt yfirlækni í Kolding kynntist ég fyrst heyrnarmælitæki (au- diometer). Hann keypti eitt slíkt, sem var fram- leitt hjá M.P. Pedersen, dönsku fyrirtæki, en það var einn fyrsti framleiðandi heyrnarmæla í Evrópu. Hvidt var einn af fyrstu starfandi eyrna- læknum í Danmörku sem eignaðist slíkt tæki og hafði það á stofu sinni. Pað var í daglegri notkun og lærði ég fljótlega að mæla heyrn sjúklinga með þvíog fékk góða æfingu. Eins og fyrr segir flutti ég heim með mér árið 1945 eitt tæki af sömu gerð og var það fyrsti heyrnarmælir sem starfandi eyrna- læknir eignaðist og notaði á stofu sinni hér á landi. Dr. Hvidt hafði oft talað við mig um að nauð- synlegt væri að gera slíkar mælingar reglulega á ýmsum hópum fólks, til dæmis þeim sem ynnu í hávaða. Hann lagði þó megináherslu á börnin, væri einhver grunur á heyrnardeyfu. Hann hafði auk þess minnst á það í bréfum til mín, eftir að ég hóf hér störf, að ég þyrfti að koma því til leiðar að hafin yrði skipuleg leit að heyrnardaufum börn- um á Islandi svo þau fengju hjálp nógu snemma. Þótt skömm sé frá að segja var ég ekki nógu duglegur að sinna þessu máli, og trúlega fundist ég tæplega hafa haft tíma til þess. Ég reyndi þó í starfi mínu að hafa vakandi auga á þessu nauð- synjamáli, en tíminn leið án þess að nokkuð rætt- ist úr. En fyrrihluta árs 1960 komu konur úr stjórn Zontaklúbbs Reykjavíkur að máli við mig og kváðu klúbbinn vera að afla fjár til kaupa á heyrn- armælitækjum og öðru er þyrfti til að hjálpa heyrnardaufum, en einkum væru það börnin, sem þær hefðu í huga. Báðu þær mig um aðstoð í þessu máli og kvað ég mér vera það mikil ánægja að verða við þeirri bón, enda væri þetta einnig áhugamál mitt. Fyrir hönd Zontaklúbbsins skrif- aði ég dr. Bentzen yfirlækni heyrnarstöðvarinnar í Árósum og dr. Ewertsen yfirlækni heyrnar- stöðvarinnar í Kaupmannahöfn og bað þá um leiðbeiningar varðandi val tækja og annað í þessu sambandi. Þeir urðu góðfúslega við þeirri beiðni. Zontasysturnar auglýstu eftir stúlku með fóstru- menntun, sem þær vildu styrkja til að læra heyrn- armælingar í Danmörku. Fyrir valinu varð María Kjeld og stundaði hún námið bæði við heyrnarstöð- ina og Háskólann í Árósum og var hún þar einmitt um sama leyti og ég var að læra heyrnarbætandi aðgerðir í Bandaríkjunum síðari hluta árs 1960. Meðan ég var þar notaði ég tækifærið og kynnti mér fyrirkomulag og rekstur margra heyrnar- stöðva svo sem í New York Medical Center, Mayo Clinic og Minneapolis Medical Center. Ég kynntist starfinu einkum vel á síðastnefnda staðn- um. Þar eins og víðar var sérstök deild fyrir ung- börn. Ég undraðist hve lengi hver einstaklingur var rannsakaður. Stundum var notaður heill dag- ur til skoðunar tveggja eða þriggja, væri um erfið tilfelli að ræða, enda voru þá ekki komin E.R. A,- heyrnarmælitæki til sögunnar, sem auðvelda mjög mælingu heyrnar ungbarna. í Chicago sótti ég þing hne-lækna, þar sem þátttakendur voru um 4000 og var þar margt lær- dómsríkt að sjá og heyra. Ég notaði tækifærið til að heimsækja tvívegis hina víðfrægu heyrnar- og talmeinastöð North Western háskólans í útjaðri borgarinnar. Það var mjög fróðlegt að fylgjast

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.