Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 5 Sigurður Samúelsson, fyrrverandi yfirlæknir og prófessor Uppruni og æskuár Ég er fæddur 30. október árið 1911 á Bíldudal í Arnarfirði. Faðir minn var Samúel Pálsson, skósmiður þar og síðar kaupmaður. Móðir mín var Guðný Arnadóttir. Faðir minn var Borgfirðingur, fæddur á Brennistöðum í Borgarhreppi, en alinn upp á Öl- valdsstöðum þar í sveit. Afi minn í föðurætt var Páll Guðmundsson. Hann var í föðurætt úr Flóan- um, en móðurætt hans var úr Borgarfirði og Mið- dölum. Páll drukknaði við uppskipun í Reykja- víkurhöfn árið 1890, þá fimmtugur að aldri. Þegar Sigríður Guðmundsdóttir, amma mín, heyrði lát manns síns, varð henni að orði þessi vísa: Margt er það á minni ferð, er myndar svarta pínu. Nú er bjart og biturt sverð borið hjarta mínu. Eftir henni er ég heitinn. Við fráfall Páls komst Sigríður amma mín á vonarvöl. Hún átti þrjú börn á lífi, og kom hún þeim öllum í fóstur á góðum heimilum í Borgarfirði. Samúel faðir minn lenti hjá Jónasi nokkrum á Ölvaldsstöðum. Hann reyndist föður mínum afskaplega vel og kom hon- um fyrir í skósmíðanámi. Afi minn í móðurætt, Árni Kristjánsson, ólst upp að Fossi í Suðurfjörðum Arnarfjarðar, en móðuramma mín var Jakobína Jónsdóttir, ættuð af Skeiðum. Móðir Árna var Jóhanna Ingólfs- dóttir frá Horni í Mosdal. Hún komst víst aldrei út fyrir Arnarfjörð alla sína ævi, giftist aldrei, en átti Árna afa minn með Kristjáni Guðmundssyni bónda á Borg. Par er nú rafveitustöð Vestfjarða, Mjólkárvirkjun. Ég verð að staldra svolítið við Kristján, langafa minn, sem var sonur Arnfirðings og kraftakarls, Guðmundar Guðmundssonar, bónda, hvala- og selaskutlara í Vigur í ísafjarðardjúpi. Það gengu margar sögur af Kristjáni í æsku minni þar vestra. Hann var einn þessara rólegu og sterku manna, sem aldrei skiptu skapi, en öruggur var hann til stórræða. Vegna líkamsburða virðist sem Kristján hafi verið hálfgerð þjóðsagnapersóna þar vestra, og hann var meðal þekktari skipstjórnarmanna í Arnarfirði um áratuga skeið. Þá var aðalútvegs- staðurinn í svokölluðum Verdölum, smá dalkvos- um eða víkum utan við Selárdal, og náðu þær út að Kópi, ysta nesi við Arnarfjörð að sunnan. Er þetta fyrir opnu hafi og lending því erfið. Langafi minn hafði uppsátur í innstu víkinni, sem heitir Sandvík. Við hliðina á því var Hrafnseyrarskipið, sem Sigurður Jónsson, prófastur, faðir Jóns Sig- urðssonar, átti. Jón forseti var eina vorvertíð þarna 1827, en þá var hann 16 ára. Ég hef skoðað þessa staði og séð kjalrákirnar á klöppunum eftir skipin, þar sem þau höfðu verið sett upp og niður. Þarna var eitthvert útræði fyrstu áratugina á þess- ari öld, síðan ekki. Ennþá standa rústirnar litlu og grjótgarðarnir, sem þeir hertu fiskinn á. Það var í minnum haft á Bíldudal, að Kristján hafði fyrir reglu, er hann kom í kaupstaðinn til nauðsynjakaupa fyrir heimilið, að hann tók alltaf í hornin á mélsekkjunum, sinn í hvora hendi, hélt þannig á þeim niður í fjöru og lagði í bát sinn. Önnur saga segir, að Kristján hafi komið í Bíldudalshöndlunina einhvern tímann um 1870. Hann stóð þar og beið rólegur. Þegar að honum kemur og hann hefur verið afgreiddur, segir búð- arlokan: „Heyrðu, Kristján minn, hvað áttu nú mörg börn?“ Kristján var seinn til svars eins og yfirleitt þessir stóru og sterku menn eru, en segir svo: „Ég á nú átjánmeð konunni..." — bíður svo dálítið, en segir þá: „... og átta þar að auki ...,“ snýr sér svo við og segir kankvíslega: „... fyrir utan alla ómerkinga.“ Það munaði minnstu, að afi yrði varanlega einn af „ómerkingum“ Kristjáns. í ættartölu minni stendur, að Árni þessi, afi minn, fæddur á Auð- kúlu 29. október 1850, hafi verið skírður á Hrafns- eyri, og var það eitt síðasta prestsverk Sigurðar, prófasts, Jónssonar. Var „þessi Árni“ við skírn sagður Bjarnason. Þegar hann var á fermingar- aldri gekkst Kristján á Borg við honum. Eg er nú einn eftirlifandi manna, sem heyrðu næstu frá- sögn. Hinir tveir voru Árni afi minn og bróðir hans, Kristján, sem þá var bóndi og hreppstjóri í Stapadal í Áuðkúluhreppi, og var Kristján í heim- sókn hjá afa. Ég potaði mér inn í stofuna og lét sem minnst fyrir mér fara úti í horni 10-11 ára

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.