Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Þorsteinn Erlingsson (1858-1914), ljóðskáld og rit- stjóri. Ein af tilraunum Thorsteinssons við að gera Bíldudal að enn meira menningarplássi var útgáfa blaðsins Arnfirðingur, og hann réði Þorstein Erl- ingsson ritstjóra að því. Hér er smá sýnishorn úr blaðinu frá þessum árum: „Georg Brandes og aðrir heimsfrægir meistarar eru uppspretta menn- ingarstrauma. „Arnfirðingur“ flytur alltaf öðru hvoru ræður og ritgerðir slíkra manna.“ Þetta var boðskapurinn fyrir fólkið á Bíldudal, sem var önnum kafið í fiskverkun og sjósókn. Þessu var fylgt eftir með greininni „Sannleiks- hatrið“ eftir Georg Brandes, og einkunnarorð blaðsins í sjávarplássinu voru. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa,“ og hitt einkunnarorðið var. „Vertu öllum aumum traust, eftir kröftum þínum.“ Þetta er hreinn Þorsteinn Erlingsson, og blaðið entist í þrjú ár í hugsjónamennskunni. Pétur Thorsteinsson var á uppvaxtarárum mín- um fólki enn í fersku minni, enda töluðu handar- verkin, höfnin, útgerðin, íshúsið, og hann stofn- aði líka brauðgerð, prentsmiðju og vaskahús, sem kallað var þvottahús með vél fyrir fiskþvott, sem pumpaði sjónum upp í þvottakassana, sem voru átta. Við hvern kassa voru átta stúlkur, sem vösk- uðu. Hann gerði einnig þurrkloft og stórt þurrk- hús. Hann var fyrstur til að fá sér járnteina alveg fram á bryggjur, og um allt pláss og við alla reiti ýttu þeir vögnunum eftir þeim. Bakaríið var við hliðina á íbúðarhúsi hans, og svo hafði hann gríð- arstórt nýmóðins þvottahús í kjallaranum og inn- lagt vatn, náttúrulega. Þetta þótti stórkostlegt þá. Afi minn, sem var verkstjóri, sagðist alltaf hafa farið niður svona um fimmleytið á morgnana. Þá var Pétur mættur. Þá kemur að föður mínum, skósmíðameistar- anum. Hann var fyrsta árið hjá Thorsteinsson, svo sá hann, að það var auðvitað tóm vitleysa að vera að vinna fyrir þennan karl, og stofnaði hann sitt eigið skósmíðaverkstæði. Thorsteinsson átti staðinn og meira en það, hann átti Geirseyri í Patreksfirði líka. íbúðarhús Péturs og frú Ásthildar á Bíldudal var mjög fall- egt, og ég sá svo voðalega eftir því, þegar það brann 1929. Borðstofan þar, hún var að minnsta kosti fyrir 30 manns. Seinna fór hann frá Bíldu- dal, og mun frú Ásthildur hafa ráðið því. Pétur réði Þorstein Erlingsson ritstjóra að Arn- firðingi. Þorsteinn var talinn með vinstrisinnuð- ustu mönnum eða „hættulegustu" á þessari tíð, en þess gætti ekki svo mjög í blaðinu. Þetta var mest um Búastríðið, en af öðru efni fannst mér best þessi auglýsing: „Það tilkynnist hér með öllum, að ég er hættur að drekka brennivín, og bið ég alla að bjóða mér aldrei brennivín.“ Undirritað, Einar á Hóli. Hóll er rétt hjá Bíldudal. Ég er viss um það, að Þorsteinn Erlingsson hefur skemmt sér vel yfir þessu, og ekki hefur Einar þurft að borga mikið fyrir auglýsinguna. Þorsteinn bjó í næsta húsi við okkur. Þá var Guðný mamma mín 12 ára, og hún var til aðstoðar í húsinu. Hún sagði mér, að frú Guðrún Erlings hefði sagt henni að fara inn í stofu, og „farðu nú nógu varlega, því að maðurinn minn er að yrkja, og hann vill hafa alveg hljótt". Hún sagðist hafa læðst alveg á tánum og farið inn í skenkinn og sótt þetta, sem hún átti að ná í, og áður en hún fór, leit hún yfir öxlina á Þorsteini og sá tvær línur: „Þú ert móðir vor kær, þá er vagga okkar vær.“ Síðan fer hún út, og eftir klukkutíma eða meira fer hún inn aftur, og hann situr enn í sama ruggu- stólnum, og hún leit yfir öxlina, og þá varð hún hissa, það stóð ekkert nteira á blaðinu. hann hafði ekkert ort. Séra Böðvar Bjarna- son (1872-1953), pró- fastur að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Fyrsti kennari Sigurðar und- ir skóla 1925-1926.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.