Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 11 Matthías Jónasson (1902-1990), prófessor. Ég held, aö Pétur Thorsteinsson hafi verið góð- ur maður. Annars réði frú Asthildur, kona hans, öllu, sem hún vildi. Móðir mín sagði mér það, að fyrir jól hefði Ásthildur farið með stóran poka og fullan bala af gjöfum í fátækustu húsin. Hún fór bara á stofugang í plássinu og gaf. Thorsteinsson skipti sér aldrei af þessu. Skólaganga mín hefst á Hrafnseyri hjá séra Böðvari Bjarnasyni, sem var þekktur kennimað- ur og prófastur þar. Mér er það umhugsunarefni, hvernig hann fór að því að spanna allar greinar. Þarna byrjuðum við saman í námi haustið 1927, ég og Matthías Jónasson, síðar prófessor. Hann var níu árum eldri en ég og búinn að vera á vetrar- vertíð og var mesti skakveiðimaður Vestfjarða! Hann hafði reist bæ yfir foreldra sína af eigin fé og sagði við mig: „Jæja, nú er ég búinn að hjálpa foreldrum mínum, og nú ætla ég að fara að mennta sjálfan mig.“ Við Matthías lentum saman í herbergi á Hrafnseyri. Ég var þá jafnlangur eins og í dag, en ennþá mjórri, alveg hengilmæna og hann þrekinn maður og hraustur. Við bjuggum í bíslagi, sem kallað var „Grænland" og ekki að ósekju. Um leið og kólnaði, kom frost inn á veggina. Svo kom að því, að Matthías rak mig upp í kojuna. „Já, þú verður fyrir ofan.“ Mér fannst það helvíti hart að vera helmingi lengri og að lenda fyrir ofan, en neyddist til, því annars hefði hann hent mér upp fyrir, hann var svo sterkur. Ég man það, að þegar ég rak hnén í þilið, þá var það allt svell. Okkur leið ágætlega, en borðið og sá búnaður, sem var undir glugganum, var klammi, svona einn metri á breidd, og undir var skáspýta, og stólarnir voru koffortin okkar. Um vorið sendi séra Böðvar fimm menn suður til Reykjavíkur í gagnfræðapróf, og þeir kolféllu allir. Þetta varð mér ekki að hugarangri, en þegar líða fór á sumarið, þá sá ég, að Matthías var farinn að heimsækja föður minn og föður frænda míns, Kristján skipstjóra. Og er við vorum þrír saman, þá sagði pabbi, að Matthías hefði ákveðið, að við færum ekki aftur að Hrafnseyri. Nú myndum við fá kennara að sunnan til að kenna okkur. Kennar- inn var heldur en ekki galvaskur og hét Jónatan Hallvarðsson, ættaður af Snæfellsnesi, síðar lög- re^lustjóri og hæstaréttardómari. Hann sagði: „Ég skal segja ykkur það, að ég þurfti að læra utanskóla, og ykkur er ekkert vandara um það en mér, og ég kenni eftir minni metóðu." Hann byrj- aði að kenna, og ég man, að mömmu minni leist ekkert á, þegar hann var að hringja kl. 10 á kvöld- in og heimta mig í tíma. Hún spurði, hvort ég treysti mér til þess. „Já, já, það er ágætt, þá verð- ur alveg friður." í byrjun desember segir Jónatan: „Heyrðu, nú er ég að fara suður.“ „Nú, og hvað ætlar þú að fara að gera?“ — segi ég. „Ég þarf að ná mér í peninga og verð að mæta, ef ég mæti ekki núna fyrir jólin, þá fæ ég engan styrk, sem veittur er úr Sáttmálasjóði.“ „Já, og þið skulið ekki halda, að þið þurfið ekkert að gera, nei þið eigið að lesa kjaftafögin núna, landa- fræðina og þetta dót allt saman og lesa það vel. Þið hafið nógan tíma til þess. Ég kem aftur í janúar.“ En hann kom ekki einn, hann kom með Finnboga Rút Valdemarsson með sér, sem þá var að stúdera við Sorbonne. Það var ekki leiðinlegur kennari. Þeir kenndu okkur í febrúar og fram í miðjan mars ogsögðu: „Farið þið nú bara norður, þið hafið ekkert að gera meira hér, nú getið þið tekið prófið." Námsárin á Akureyri 1928-1932 Við vorum þrír, sem komum frá Bfldudal. Hin- ir voru Matthías Jónasson, síðar prófessor í upp- eldisfræði við Háskóla Islands, og Kristján Krist- jánsson, náfrændi minn. Við fórum á vélbáti frá Bfldudal til ísafjarðar eða út í fjarðarmynni til þess að ná í gufuskipið, sem var á leið til Akureyr- Jónatan Hallvarðsson (1903-1970). Kennari Sigurðar á Bíldudal veturinn 1926-1927). Finnbogi R. Valdemar' sson (1906-1989), al þingismaður.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.