Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 15 bekkjarfélaganna. Foreldrar Kristínar bjuggu að Veigarstöðum á Svalbarðsströnd, rétt norðan Akureyrar, og var ekki trútt um, að hún væri öfunduð af þeim Vest- og Austfirðingum, hve þeir gangvegir hennar væru stuttir, en þeir kom- ust ekki heim til sín í jóla- og nýársleyfin. Ærnir voru þar málskrafsmenn og grínistar og ekki alltaf að skafa utan af hlutunum, þótt dama væri við- stödd. Við hittumst ekki aftur fyrr en 1947, 15 árum eftir stúdentspróf, en ákveðið hafði verið, að félagarnir hittust aftur þá. Stína hafði þá lokið kennaraprófi, en lengst af vann hún bókhalds- störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún er nú (1995) hin hressasta og ber líkamlega og andlega höfuð og herðar yfir þá fáu, sem enn lifa af stúd- entunum frá MA 1932. Mér var svo vel við Karl heitinn Isfeld. Hann drakk dálítið, en gjörði það svo hóflega, að ekki sást á honum vín. Þótt ég seldi sígarettur fyrir hann föður minn í massavís, þá hef ég aldrei tekið smók, og ég notaði ekkert vín. Kalli var fljótur að finna það, og alltaf þegar við héldum smáveislur, þá sá Kalli um það, að ég borgaði minn hlut, og hann setti mig alltaf sem magister bibendi. Ég sá um birgðirnar. Svo tók ég eftir, að Kalli sá líka fyrir því, að minn hlutur var drukkinn. Gerði ég þá honum það bragð, að ég tók eina flöskuna og setti á munninn. — Þá kom Kalli æðandi: „Heyrðu Siggi, þú mátt ekkert drekka, þú veist það, þú mátt ekkert drekka.“ f>á fóru allir að hlæja. Karl var skemmtilegur maður og vel gefinn, og hann var snillingur á mál. Hann hafði þetta alveg í sér. En ég gef ekki mikið fyrir, hvað hann las, en einhvern veginn náði hann alltaf fyrstu einkunn. Hann var frændi Friðjóns Sigurjónssonar, rit- stjóra blaðsins Dags á Akureyri, man ég eftir, og sló hann um peninga upp á kraft. Ég minnist þess, að á námsárum mínum í Menntaskólanum á Akureyri þótti það mikill búhnykkur, ef tókst að útvega einn „hunda- skammt,“ sem kostaði þá kr. 2.00, en „Svarta dauða“ flaskan í Ríkinu kostaði kr. 7.50, svo að það var eftir töluverðu að slægjast. „Hunda- skammtur" á 210 grömm af sterkum spíra, sem fékkst aðeins gegn lyfseðli. Þetta olli vandræðum og nauð hjá mörgum læknum. Jónas Rafnar, yfir- læknir á Akureyri, lenti í því eitt sinn, að til hans kom maður, Jón að nafni, sem oft hafði leitað til hans í sömu erindum, það er að biðja um „hunda- skammtalyfseðil." Eins og þekkt er, var Jónas læknir gamansamur og skáldmæltur. Þegar ekki lá á lausu með „lyfið,“ færist „sjúklingurinn“ í aukana, segist hafa verki um allan skrokk og út- limi og ætlast sé til, að hann sjái fjölskyldu sinni farborða. Jónas læknir hafði gaman af tilburðum „sjúklingsins," enda þekkti Jónas vel til hans. Hann tekur lyfseðilinn og skrifar á blaðið vísuna hér á eftir. Ég hef séð þetta recept innrammað í eigu Þorsteins Schevings Thorsteinssonar, lyfsala í Reykjavík. „Kominn er hann ennþá hann Krossastaða-Jón, og knýr mig til að gera sína einustu bón. Að láta hann fara synjandi Ijót mér þykir skömm, þið látið hann nú hafa ein tvö hundruð grömm. “ Karl Isfeld kom til mín á stofuna nokkru áður en hann dó. Ég horfði á hann og sagði: „Ekki hefur nú vömbin minnkað á þér, Kalli minn.“ „Það erekkert," — segir hann, „... enmérerbara illt.“ „Nú, hvernig stendur á því, svona hraustur maðurinn?“ „Ég er orðinn móður.“ „Heldur þú, að mæðin væri minni, ef vömbin væri farin?“ „Heldur þú það?“ — segir hann. „En svo fæ ég líka verk.“ „Nú, það var verra," — sagði ég, og þá lýsir hann alveg fyrir mér angina pectoris (hjartaöng). Ég tók hann í skoðun og hjartalínurit og segi: „Þú ert kominn með kransæðaþrengsli, ég þarf náttúrulega ekki að spyrja að því, hvernig þú étur, Kalli, ég veit, að þú étur eins og vitleysingur." „Hvað er þetta?“ — segir hann. „Hvað mein- arðu?“ „Já, þó þú étir kjöt og fisk, látum það vera, og líka þótt slæmt sé með feita kjötið, en hvað étur þú af sykri?“ „Sykri? — bara þetta venjulega." „Hvað meinarðu með venjulega?“ „Náttúru- lega, ég drekk mikið af kaffi.“ „Já, ég veit það, þú situr á Ingólfskaffi eins og frægt er orðið“ — og ég fór með vísuna eftir Leif Haraldsson: Ungu skáldin yrkja kvœði, án þess að geta það. Á lngólfskaffi ég er í fæði, án þess að éta það. „Segðu mér nú, hvað notar þú marga mola í hvern kaffibolla?" „Mola! — Heldur þú, að ég noti mola, maður, ég nota bara strásykur," — segir hann. „Og hvað notar þú mikið, telur þú ekki í skeið- um?“ — segi ég. „Telja skeiðarnar, ertu vitlaus, maður, nei! Ég skal segja þér, hvernig ég hef það, þegar ég set í bollann minn, þá set ég alltaf svo margar skeiðar,

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.