Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Karl ísfeld Níelsson Guðmundur Þorláks- Lilliendahl (1906- son (1907-1973), landa- 1960), bókmenntaþýð- fræðingur. andi og ljóðskáld. að þegar toppurinn kemur upp úr kaffinu í bollan- um, þá hætti ég.“ Karl Isfeld var fyrstur til að fá verðlaun úr Móðurmálssjóði fyrir afburðagott ritað mál. Hann var mætur maður, aldrei heyrði ég hann bölva, aldrei heyrði ég hann segja ljótt orð, alltaf var Kalli svona fínn og eligant! — Öllum þótti vænt um hann. Guðmundur Þorláksson, landafræðingur, var úr Öxnadal. Hann var af fátæku fólki, jafngamall og Kalli, ætli þeir hafi ekki verið svona fjórum til fimm árum eldri en flestir okkar, og okkur fund- ust þeir vera aldeilis „forgamlaðir." Ég bjó með Guðmundi síðasta veturinn minn í heimavist. Okkur kom ágætlega saman, og hann var prýðis drengur. Þegar ég kem utan í apríl 1938, var Guðmundur við nám við Kaupmannahafnarháskóla, og þá tókust aftur kynni. En hann var svo heppinn, að þar er ein kona, mikill íslandsvinur, sem hét Helga Bak, og hún þekkti alla íslenska stúdenta þarna í Kaupmannahöfn. Hún var menntaskóla- kennari og tók hann að sér allan hans háskólafer- il. Um leið og ég kem, þá er mér auðvitað boðið inn á það heimili — alveg um leið — en þá var ég á leið til Vejle og stoppaði ekki nema nokkra daga. Þegar ég kom aftur til Danmerkur haustið 1939, var Guðmundur búinn með námið og á leið til Grænlands með Thúle leiðangrinum, og þar var hann öll stríðsárin og kynntist konu sinni, sem var dönsk prestsdóttir. Jón Isfeld var herbergisfélagi minn í heimavist, en þeir urðu þrír. Það var Ólafur Björnsson (síðar hagfræðiprófessor) í fjórða bekk, Jón ísfeld í fimmta bekk og Guðmundur Þorláksson í sjötta bekk. Ólafur Björnsson flýtti sér í náminu og varð stúdent á undan okkur, 1931. Jón Isfeld átti svolítið erfitt, því hann var kom- inn með skáldskaparóra og með einhverja voða- lega ástarsögu eða róman í farteskinu. Því varð stundum lítið úr námi, því að skáldskapurinn tafði fyrir. Ég var að reyna að taka hann með mér í lesturinn, það gekk ekki vel, hann gleymdi sér og fór bara að hugsa um rómaninn, þegar við vorum að lesa, svo ég segi: „Ég nenni ekkert að hafa þig með, þegar þú lætur svona.“ Síðast þegar við hittumst, sem var nokkrum mánuðum fyrir dauða hans, þá segi ég: „Heyrðu Jón, hvernig fór með þennan bölvaða róman, sem eyðilagði fyrir þér námið, þegar við vorum sam- an“? — „Ja, hann er nú til ennþá,“ — segir hann. „Ert þú ekki búinn að gefa hann út,“ — segi ég. „Nei, en það getur vel orðið,“ — kvað hann. En rómaninn kom aldrei út. Séra Jón varð hins vegar kunnur rithöfundur og gaf út margar bækur. Annar verðandi prestur í hópnum var Pétur T. Oddsson. Hann var síðast að Hvammi í Dölum, en varð ekki gamall og fórst ungur í bílslysi nálægt Ferstiklu í Hvalfirði. Jón Jóhannesson, sem er við hliðina á Pétri á myndinni, varð síðar prófessor í sögu við háskól- ann. Hann var gáfnaljós bekkjarins. Við Jón tók- um próf upp í þriðja bekk og vorum bara tveir í því prófi. Jón virtist ekki of vel undirbúinn. Ég tók eftir því, að alltaf þegar ég kom til Jóns, þá var hann að lesa í doðröntum og skrifa upp einhvern andskotann, svo ég segi: „Heyrðu, hvað ertu eig- inlega að gera, hvaða skræður eru þetta?“ „Þetta eru annálar,“ — segir Jón og fer að segja mér ósköp fræðilega um eitt og annað, sem hann er að skrifa. „Nú, þú lest ekkert í námsbókunum, maður?“ - segi ég. „Jú, jú,“ — svarar hann, „...ég les, ég les.“ Þá kemur að söguprófinu, þá var það — “nah nah“ — BrynleifurTobíasson, kennari, sem alltaf sagði: „... hann, nah, hvað segir hann ...?“ Jón stendur sig ekkert sérlega vel. Það voru engir Jón ísfeld (f. 1908), prófastur. Jón Jóhannesson (1909-1957), sagnfræð- ingur.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.