Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 19 Guðrún Stefánsdóttir (1885-1963), eiginkona Jónasar Jónssonar. Jónas Jónsson (1885- 1968), fyrrverandi ráð- herra, formaður Framsóknarflokksins og skólastjóri Sam- vinnuskólans. góð. Mér leist reyndar mjög vel á hann líka, og hafði gaman af því, þegar við drukkum þarna kvöldkaffi, þá var Jónas að koma hlaupandi með blýant í hendinni og sagði: „Hvað er að frétta, strákar, hvað segið þið mér úr bænum"? — Ég var náttúrulega alveg klumsa, þorði varla að tala við svona mikinn mann. Eggert glotti og hafði mikið gaman að svipnum á mér. Þá var Jónas að skrifa sínar greinar og kom til okkar að fá sér kaffi, náði kannski að drekka hálfan bolla og var svo farinn aftur. Jónas frá Hriflu þekkti vel dr. P. H. T. Thorlaksson, lækni, sem ásamt öðrum læknum rak Winnipeg Clinic. Þess vegna fór Eggert vestur til framhaldsnáms og var þar öll árin í Kanada hjá honum, en dr. Thorlaksson var yfirlæknir á þvag- færadeild. Það bar ekkert á Friðgeiri Ólasyni í skóla. En ég fann það, þegar ég fór að kynnast honum, að hann var vel gefinn og ábyggilega kappsamur, Eggert Steinþórsson (f. 1911), læknir. Friðgeir Ólason (1912- 1944), læknir. Stund- aði sérnám í heilbrigð- isfræði og næringar- fræði. þegar því var að skipta. Hann var bara dálítill tralli, svona eins og gengur, og stundaði námið ekkert sérlega vel framan af. Síðan breyttist þetta, sérstaklega eftir að hann festi ráð sitt og giftist Sigrúnu, dóttur Sigurðar Briem, póstmála- stjóra. Hún lærði barnalækningar. Eins og Eggert Steinþórsson, fóru þau Friðgeir vestur til Kan- ada, en þó einkum til Bandaríkjanna Friðgeir hætti ekki, fyrr en hann hafði lokið doktorsprófi við Harvard um A-vítamín og krabbamein. I Lœknisnemanum (en svo hét Læknaneminn þá) frá árinu 1940, 1. hefti, 1. tölublaði, segir Friðgeir frá erlendri rannsókn á síþreytu, sem læknaðist með því að hætta reykingum. Einnig var tekið hjartalínurit af fólki og það síðan látið reykja Camel eða Lucky Strike, og sumu fólki var gefið nikótín í æð, og svo var aftur tekið hjarta- línurit, og það urðu T-takka breytingar við reyk- ingarnar eða nikótíngjöfina í æð, og frásögnina endaði Friðgeir með orðunum „...allt of sjaldan mun vera tekið með í reikninginn, að tóbakið er skaðlegt eiturefni, þegar verið er að leita að sjúk- dómsorsökum.“ Spámannlega mælt! Friðgeir var þá aðstoðarlæknir á Landspítalanum. Haustið 1944 var Friðgeir að flytja heim með alla fjölskylduna, þrjú börn, sjö ára, tveggja og hálfs árs og sex mánaða, og fólk hélt að styrjöld- inni væri að ljúka. Júlíus Sigurjónsson fékk pró- fessorsembættið í heilbrigðisfræði í júní 1945. Kannski Friðgeir hafi viljað komast heim sem fyrst til að sækja um það embætti Iíka... einhver verið búinn að hvísla því að honum. Það þætti mér ekki ólíklegt. Eins og kunnugt er, fórust þau öll, þegar Goðafossi var sökkt 10. nóvember 1944 inn- an við Garðskaga á Reykjanesi. Námsárin í læknadeild Ekki minnist ég þess, að foreldrar mínir hafi innt mig eftir, hvað ég hugsaði mér til framhalds- náms. I fjórða bekk bar hæst hjá mér læknisnám og einnig í fimmta bekk. Þá bárust þau ógnvæn- legu tíðindi, að vonlaust væri að hefja nám í læknadeild vegna offjölgunar í stéttinni. í sjötta bekk voru því miklar vomur á mér. Fór ég þá að hugsa um aðra atvinnuvegi, sjávarútveg og nið- ursuðu matvæla og vissi, að skóla í slíku var að finna í Noregi og Þýskalandi. Ég aflaði mér upp- lýsinga frá Osló og hafði hugsað mér að innritast þar í september 1932. Vegna veikinda upp úr inflúensu lauk ég ekki stúdentsprófi fyrr en í októ- ber 1932 og missti af náminu í Osló. Fyrir sunnan var ég svo heppinn að hitta vin minn Rafn Jónsson, og við vorum saman í „fíl- unni“ og efnafræði, því hann var þá í biðstöðu eins og ég. Ég innritaði mig að lokum í læknis-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.