Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Landspítalinn, norðvesturhlið, horft frá Baróns- stíg. lifandi kennari og kom efninu einstaklega vel frá sér. Hvort sem hann kunni lítið eða mikið, þá lærðum við töluvert hjá honum, svo laug hann svo skemmtilega: „Hann var svona stór, sko, svona og svona stór...“! Mér fannst Dungal standa sig asskoti vel, hann var skeleggur og skrifaði í blöð, svona sem enginn hinna gerði. Maður eins og Guðmundur Thoroddsen hefði leikið sér að því að skrifa skemmtilegar greinar, hefði hann viljað, en hann gerði það ekki. Þaðan af síður Claessen blessaður, sem var ritfærastur allra, ef hann vildi það við hafa eins og Rauðakrossritið Heilbrigt líf sýnir best. Veturinn 1934 barst læknadeildinni boð um að senda stúdenta til Cambridge til mánaðardvalar þá um vorið. Ég sótti um og varð einn þeirra, sem hreppti hnossið. Fórum við með Eimskipafélag- inu til Hull og þaðan með lest til London. Við vorum lengstan tíma í Cambridge en eina viku í Oxford og dvöldum alls staðar á stúdentagörðum. Var förin hin ánægjulegasta. Guðmundur Thoroddsen var yfirlæknir við Handlækninga- og fæðingardeild Landspítalans frá 1931, en hafði verið skipaður prófessor 1924. Hann var svo rólegur, það var eitthvað svo traust yfir honum. Hann var ekkert fjörugur kennari, en allt var skýrt og skilmerkilegt, sem frá honum, kom. Mér fannst alltaf gaman í tímum hjá honum og hann var praktískur. Hann hafði auðsjáanlega fengið góðan skóla á árunum í Höfn 1905-1911 og Kristín Thoroddsen (1884-1961), forstöðu- kona Landspítalans 1931-1954. Guðmundur Thoroddsen (1887-1968), yfirlæknir, prófessor. síðar í kandídatsnámi í Danmörku fram undir 1920. Þegar hann var unglingur var hann hjá frú Ást- hildi Thorsteinsson, móðursystur sinni á Bfldu- dal, í einn eða tvo vetur. Þess vegna var mömmu skemmt, þegar ég var kominn til hans í náminu: „Jæja, svo þú ert hjá honum Gvendi Skúla.“ Hún var jafnaldri hans og hafði verið leiksystir þeirra systkinanna. Systir Guðmundar, Kristín Thor- oddsen, var fyrsta forstöðukona Landspítalans frá 1931 og jafnframt skólastjóri nýstofnaðs Hj úkrunark vennaskóla. Tvær konur báru hag Landspítalans mjög fyrir brjósti. Önnur var Ingibjörg H. Bjarnason og hin var Inga Lára Benediktsdóttir, báðar Arnfirðing- ar, og svo móðir mín. Þctta var þríhyrningurinn, og ég man eftir því, að heima voru oft einhverjar voðalegar kaffisamkomur. Ég hafði nú aðallega áhuga á kökunum og gerði mér því alltaf erindi til móður minnar. Þá heyrði ég, að þær voru að tala um Landspítala. Það hefur verið 1924-5, þá var söfnunin fyrir Landspítalann að byrja. Ég er viss um, að Guðmundur Thoroddsen hef- ur verið hörkunámsmaður, hann var þannig kar- akter. Hann var ekki sá, sem tók mikið á, hann var svo rólegur og afslappaður. Guðmundur Thoroddsen var læknir af guðs náð, það hefði ég viljað, að ég hefði verið eins og hann af öllum klínisku kennurunum. Hann var sennilega seinn skurðlæknir, gerði þetta svo rólega, en fast og öruggt. Ég hefði verið afskaplega öruggur í hönd-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.