Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 27 Vilmund landlækni. Þegar ég var kominn í mið- hluta, var einn frændi minn búinn að fá sér 200 tonna línuveiðara, gufuskip, og fór á síldveiðar. Og ég var ekki seinn að nota tækifærið. „Nú þarf ég bara endilega að komast á sfld með þér, þetta er bara minn síðasti möguleiki að komast á sjóinn. Ef ég fer ekki núna, þá fer ég aldrei.“ „Já, en góði minn,“ segir hann, „ég er búinn að ráða á skipið, ég get ekki tekið þig sem umfram mann.“ „En kauplaust, ég vil bara fá að vera með þér að minnsta kosti hálfan mánuð.“ Og það er allt í lagi, ég fer norður og er með honum í eitthvað hálfan mánuð. Eg man svo vel eftir því, að við vorum þarna á grunninu fyrir utan Siglufjörð í dásamlegu veðri. Það var töluverð sfld, og svo lendum við í kappkeyrslu við norskan bát, en hann nær torfunni, og við bölvum og bannsyngj- um, en svo steypir torfan sér, og Norsarinn missir af henni. Við auðvitað klöppuðum heldur betur fyrir þeim. Við höldum áfram og náum næstu torfu og fyllum skipið. Það var alveg á nösunum, við fórum inn fjörðinn og vorum nr. 53 í röðinni. Við þurftum að bíða löndunar í þrjá til fjóra daga ábyggilega. Þá kemur þar maður á hjóli, merktu símanum, og spyr, hvort Sigurður Samúelsson sé hér um borð? „Jú, hann er hér.“ „Það er hraðsím- tal við þig.“ Nú, hvað, og ég verð náttúrulega skíthræddur um, að eitthvað hafi skeð heima. Eg fer í símann, og þá er þar Vilmundur, landlæknir. „Já, þér eigið að fara út í hérað." „Á ég að fara út í hérað? Eg er bara kominn hérna á sfld.“ „Já, ég veit allt um það, ég er búinn að tala við foreldra yðar, það er allt í lagi. Hvort viljið þér heldur fara á Húsavík eða Patreksfjörð?" „Eg vil á hvorugan staðinn fara,“ sagði ég. „Það er ekkert með það, þér verðið að fara í hérað.“ Eg var náttúrulega hinn aumasti, ég er þarna að tala við verðandi yfirmann. „Ég er nú lítt búinn undir það,“ segi ég. „Ég er nú ekki kominn það langt í náminu." „Já, það bafa margir farið verr undirbúnir en þér,“ segir hann. „Veljið þér.“ Og ég hugsaði, o, éttu ... ég vona bara, að ég geti baunað einhverju einhvern tíma á þig, hugs- aði ég, en sagði: „Ætli ég taki þá ekki Patreks- fjörð.“ „Allt í lagi. Þér takið þá Esjuna, hún er að koma eftir tvo daga. Sælir.“ Ég varð svo illur og reiður, að ég ætla nú ekki að segja ykkur það. Jæja, ég fór vestur og hitti mömmu á bryggjunni í Bfldudal, hún var með allt draslið mitt og kyssti mig bara, því skipið stóð við í hálfa klukkustund, og ég gat ekki einu sinni farið heim. Síðan fór ég til Patreksfjarðar, og þar stóð læknirinn á bryggjunni og var að fara með skip- inu. Svo ég segi: „Hvað er þetta, ætlar þú ekki að segja mér eitthvað til?“ „Konan veit allt um það,“ sagði hann alveg svona sallarólegur ... hin klassíska saga ..., já, svo fór ég að búa með frúnni, hún var indæl og hjálpaði mér í apótekinu og kunni þetta allt saman og þekkti fólk- ið. Nú, þetta gekk stórslysalaust að mestu, held ég. Ég æfðist mikið í að taka tennur, því ég taldi það, að á þessum mánuði tæki ég 90 tennur. En brandarinn með landlækni var nú eiginlega ekki um þetta, heldur þegar ég varð kandídat í janúar 1938. Þá var ég að hugsa um að fara strax út. Þá var landlæknir búinn að gera mér þetta í mið- hluta, og nú hringdi hann í mig aftur og segir mér að koma niður á skrifstofu til sín. Ég fór þangað, og ég held, að hann hafí nú óskað mér til hamingju með læknaprófíð, en segir svo strax: „Og hvað ætlið þér nú að fara að gera?“ „Ég er að fara út til Danmerkur að taka mitt kandídatsár þar.“ „Og hvað svo?“ „Ég veit það nú ekki,“ segi ég: „Ætli ég fari ekki í sérnám." „Allir í sémám, það er meiri andskotans ... „ — og ég fékk þessa rosa dembu. Svo segir hann: „Mig vantar mann út í hérað.“ „Ég er ekkert laus,“ segi ég. „Jú, jú, þér verðið að gera það, þér emð laus.“ „Ég var að segja, að ég væri að fara út.“ „Já, það er ekkert laust þar úti, ennþá.“ Ég gaf mig ekkert meðþetta.Hannrétti mér ekki höndina, þegar ég fór. Ég hugsaði honum þegjandi þörfina. Þú reifst mig úr sfldinni, og nú skalt þú ekki rífa mig út úr sémáminu líka, hugsaði ég. Daginn eftir hringdi Guðmundur Thoroddsen til mín: „Heldurðu, að þú komir nú ekki uppeftir til mín og talir við mig, Sigurður minn?“ Hann var nú reyndar ekki búinn að bjóða mér dús þá, ég held, að hann hafi gert það þama uppfrá. Og þegar ég kem upp- eftir, þá segir Guðmundur: „Heyrðu, þú varst hjá landlækni?“ „Já,“ segi ég. „Ég var hjá landlækni, það var nú ekkert góð útkoma, svona í fyrsta skipti, sem við tölum svona saman augliti til auglitis." „Já, ég heyrði eitthvað um það, það hefur ekki farið eins og það átti að fara.“ „En heyrðu, það er þetta með hann Helga minn á Hvoli, þú veist, að hann er nú að fara í þing.“ „Ég hef nú ekki heyrt um það, er það?“ „Já, ég veit, að þú ert að fara til útlanda, og ég veit, að þú þarft ekki að byrja fyrr en 1. apríl. Ef þú bjargar honum núna í febrúar og hluta af mars, ég skal þá vera búinn að fá annan fyrir þig í mars, þú

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.