Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 28
28 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Vilmundur Jónsson (1889-1972), landlæknir. Guðmundur Hannesson (1866-1946), prófessor. þarft ekki að vera nema í tvo mánuði, og þá getur þú náð þessu, Sigurður minn.“ Og þá sagði ég: „Það er nú misjafnt, hver býður. Ég skal nú athuga þetta, þetta var mér ekki sagt, það var farið að mér með hálfgerðu offorsi." „Nei, það er ekki gott að gera það,“ sagði Guð- mundur. Og svo gekk ég að þessu. Kynni okkar Vilmundar Jónssonar fóru því ekki vel af stað í byrjun, en bötnuðu löngu síðar, þegar ég fór að leita ráða hjá honum 1970 í sambandi við sjúkdóma og dauða í fomsögunum. Þá bara opnaðist hann mér ... og hann bauð mér dús!... og upp á loft til sín, og þar fómm við að gramsa. Þar sýndi hann mér margt fróðlegt, sem hann hafði fundið við rannsóknir sín- ar á Landsbókasafni. Þannig atvikaðist það, að ég fór í hérað. Þennan dag, sem ég átti að mæta, var þæfingsófærð og hríðarhraglandi, svo snjóbfll var sendur með mig yfir Hellisheiði, og ekki mátti stoppa, fýrr en ég væri kominn í héraðið eða að Þjórsártúni, en við Helgi læknir og þingmaður hittumst á Selfossi. I Þjórsárt- úni bjó þá Olafur ísleifsson, þekktur sjálflærður smáskammtalæknir, sem hafði takmarkað lækn- ingaleyfi. Gisti ég þar fýrstu nótt mína í héraði. Ólafur var greindur maður og gaman að ræða við hann. Hann var þá all aldraður og hafði stundað almennar lækningar að minnsta kosti frá 1893. Það var mér til mikils happs að fá að búa hjá eiginkonu Helga Jónassonar, héraðslæknis, þeirri ágætu konu Oddnýju Guðmundsdóttur, lærðri hjúkrunarkonu. Hún þekkti alla í héraðinu, að því er mér virtist, og hún tók til áhöld og lyf í læknatösk- una, eftir því sem til þurfti og sagði mér til um sjúklinga, sem ég þurfti að vitja víðs vegar um þetta víðlenda hérað. Sérstaklega minnist ég hennar með mikilli virðingu og hlýju fyrir ráð, sem hún veitti mér, er ég lenti í minni einustu tangarfæðingu á lífsleiðinni. Þarna var gömul og reynd ljósmóðir, sem þó sinnti ekki alltaf smitgát sem skyldi. Allt fór þetta samt vel. Ég hafði gaman að því atviki, sem gerðist í Reykjavík á læknastofu minni 20 árum síðar. Til mín kom þá ungur háskólanemi, sem kvartaði um eitthvað sakleysislegt. Ég skoðaði hann sem ég gat og fann ekkert varasamt. Virtist hann ánægður með útkomuna, en um leið og hann er að fara segir hann: „Þú þekkir mig nú ekki, en tókst mig samt með töngum.“ Sérfræðinám og doktorspróf Ég hafði sótt um kandídatspláss í Danmörku, en þá hafði verið samið um nokkrar slíkar stöður fyrir íslenska lækna. Mér var úthlutað einni slíkri frá 1. apríl 1938 á amts- og bæjarsjúkrahúsinu í Vejle á Jótlandi. Ég fór með Lyru til Bergen, en þaðan með lest til Kaupmannahafnar. Góð var móttakan hjá gömlu skólafélögunum í Kaup- mannahöfn, og mátti ég hafa mig allan við að afþakka veigarnar, sem að mér var haldið. Prófessor Guðmundur Hannesson, sem var danskur læknir líka og heiðursfélagi í Dansk Medicinsk Selskab, sá um úthlutun þessara

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.