Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 29 námskandídatsplássa og hafði lagt ríka áherslu á, að ég byrjaði á því að heilsa upp á Medicinaldirek- tör Johannes Frandsen. Það myndi koma sér vel, þótt síðar yrði. Ég fór því strax á hans fund, og auðvitað án þess að panta viðtalstíma. Dönsku- kunnáttan var léleg, að ég nú ekki tali um fram- burðinn. Doktor Frandsen tók mér af föðurlegri mildi, og mér til mikillar furðu virtist hann skilja það, sem ég sagði. Flann spurði mest um Guð- mund Hannesson og sagði hann einn skemmtileg- asta mann, sem hann hefði fyrir hitt. Hann talaði svo lengi við mig, að mér þótti bara nóg um. Allt í einu lítur hann á klukkuna og segir, að nú sé kominn „tími fyrir morgunverð." Býður hann mér ekki á frægan matstað þar rétt hjá, „Kroghs Fiskerestaurant." Man ég vel, að við borðuðum steikta rauðsprettu með góðu hvítvíni. Ég minnti Frandsen á þetta atvik, þegar þeim hjónum var boðið hingað af læknadeildinni löngu síðar. A sjúkrahúsinu í Vejle líkaði mér vel. Ég undr- aðist þó mest alla þá gnægð matar, sem okkur læknum var boðin, sem vandist þó fljótt. Náttúru- fegurð í Vejle er mikil. Þar var Vejlefjord Sana- torium fyrir berklasjúklinga, sem þá var eitt þekktasta berklahælið í Danmörku, og margir íslenskir berklasjúklingar dvöldu á. í Vejleamti er Taulov, þar sem Stefán Jónsson, dósent í líffæra- meinfræði og sóttkveikjufræði við læknadeild 1917-1922, hafði sest að, eftir að hann hraktist frá íslandi 1922-1923. Sumarið 1938 dvaldi ég heima og kvæntist Lú- vísu Möller, fyrri konu minni, 19. ágúst 1939. Lúvísa var Jóhannsdóttir, Georgs kaupmanns á Sauðárkróki, Möller. Hveitibrauðsdagarnir urðu ekki margir, því stríðið skall á í byrjun september. Mér var boðin aðstoðarlæknisstaða á Vífilsstöð- um, sem ég afþakkaði og hélt mér við ákvörðun um sérnám. Hugsaði ég sem svo, að þessi styrjöld stæði í einhver ár, og ég þyrfti á þeim tíma að halda mér til sérnáms. í>á voru lög hér í landi, að héraðslæknarnir í Reykjavík og á Akureyri þörfn- uðust sérmenntunar á borð við amtslæknana dönsku. Álíka menntun ætlaði ég mér. Við hjónin fórum utan héðan með fyrstu ferð eftir stríðsbyrjun. Fór skipið miklu norðar en venjulega og tók land um miðjan Noreg, og sigld- um við mikið innan skerja í fögru haustveðri. Við komum að kveldlagi til Kaupmannahafnar og mér brá, þegar við sáum enga ljóstýru, allt var myrkvað. Ég fór fljótlega á fund doktor Frandsens og hafði nú ekki lengur beig af málinu. Hann tók mér hið besta og spurði enn mikið um Guðmund Hannesson, greinilega elskaði hann hreinlega kallinn. Hann sagðist hafa haft spurnir af mér í Vejle og virtist hálf hissa, að ég skyldi mæta hér í stríðsbyrjun. Hann spurði um áform mín og var ánægður að heyra, að ég skyldi ætla mér í amts- læknanámið, en amtslæknarnir voru hans sér- stöku undirmenn. Það voru tveir spítalar í Kaupmannahöfn, sem ég var mikið á á þessum árum. í fyrsta lagi Ríkis- spítalinn, en hinn var Blegdamsspítali, sem var farsóttarspítali Kaupmannahafnar og sérstök lær- dómsnáma í því tilliti. Þarna var ég í 14 mánuði á árunum 1941-1944. Þangað komu sjúklingar með lungnabólgu og allskonar farsóttir, og þegar til dæmis skarlatsóttarfaraldur gekk, tók ég kannski á móti 100 sjúklingum á einum degi. Þá vorum við tveir, annar tók sjúkrasögu, hinn skoðaði. Þetta varð að ganga hratt, og við máttum ekki leggja inn neinn með mislinga, sem gat nú komið fyrir. Einu sinni lenti ég í því, að ég tók inn mislinga á skarlat- sóttardeildina. Og þegar ég kom í „frúkostinn“ morguninn eftir, kom prófessorinn og leit snöggt yfir salinn: „Hvor er den forbandede Samúels- son?“ Ég stóð upp og sagði: „Hann er nú hérna,“ og þá fékk ég nú aldeilis dembu. „Hvurn and- skotann ég væri búinn að vera hér, ég veit ekki hvað lengi, svo þekkti ég ekki mislinga". En strákurinn, hafði nýlega veikst, tungan var rauð, og hann var að byrja með smábletti, en það reynd- ust vera mislingar að lokum, en ég sá það ekki þá og gat ekki þekkt það. Þarna fékk ég svona rosa- lega gusu á mig, „den forbandede Samúelsson." Annars atburðar og öllu sorglegri minnist ég frá Blegdams farsóttarsjúkrahúsinu. Eina nóttina kom til okkar barn með graftrarútferð frá báðum eyrnagöngum. Við ákváðum að leita til aðstoðar- læknisins á eyrnadeildinni. Hann sagðist koma strax og var ævinlega snar í snúningum enda með mótorhjól til afnota. Eftir klukkustundar bið leist okkur ekki á blikuna og hringdum í yfirlækni deildarinnar, sem kom í snarhasti. Eftir að hafa sinnt sjúklinginum, hringdi hann í lögregluna, sem tjáði honum, að skotbardagi hefði verið um nóttina á þessum slóðum. Næsta dag fréttist, að aðstoðarlæknirinn hefði verið skotinn til bana á leiðinni til spítalans. I maí 1942 lauk ég amtslæknaprófinu eða danska embættislækningaprófinu, sem haldið var á Ríkisspítalanum. Vegna þessa sérnáms míns var ég töluverðan tíma á berklaspítala í Kaupmanna- höfn (Öresundsspítalanum) og fékk svo afleys- ingastöðu á Berklavamarstöð Kaupmannahafn- arborgar. Að svo komnu hugði ég á sérnám í lyflæknisfræði á Ríkisspítalanum. Við höfðum flutt í janúar 1940 til Kaupmanna- hafnar frá Augustenborg á eyjunni Als, en þar hafði ég starfað á Sindsygehospital, frá því ég

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.