Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 34
34 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 orðljótur þá! Ég fann, að Þjóðverji, Bachmann nokkur, hafði skrifað doktorsritgerð um morfín og öndunarbilun. Og hann var sá fyrsti, sem nefndi það (Bachmann M. Bibliotheca medica, Heft 4,1899). Annar andmælandinn við doktorsvörnina var doktor Torben Geill. Hann var yfirlæknir á „De Gamles By“. Hinn átti að vera minn kæri prófess- or doktor Sonne. Hann var yfirlæknir á A-deild Lyfjadeildar Ríkisspítalans, og við þekktumst vel. En tók hann þá ekki upp á því að deyja, allt í einu, svo ég missti af honum. Og það varð því Warburgsjálfur, sem varhinn andmælandinn. Og hann skammaði mig aðallega fyrir, að ég skyldi leyfa mér þau ósköp að taka með þýskan littera- túr. Ég hefði getað stytt þetta um einn þriðja. Ég svaraði þvi til, að þarna væru nú einstaka góðar greinar eins og þessi gamla ritgerð um lungnabil- un og morfín. Já, sagði hann, það gamla er nú í lagi, en að taka nýjasta litteratúrinn, það er ekk- ert varið í þetta. Það var hans aðal gagnrýni. Erik Warburg var skyldur Nóbelsverðlauna- hafanum Otto Warburg, prófessor í lífeðlisfræði- legri efnafræði í Dahlem í Berlín, og einnig þeirri grein Warburg fjölskyldunnar, sem var í Ham- borg og víðar, samanber viðskiptabankinn S. G. Warburg í London og heimfrægt listaverka- og bókasafn þar í borg, sem heitir Warburg Institute. Erik Warburg var alltaf að tala um, hvað hann hefði tapað mikið á þessu voðalega landi, íslandi, og skammaðist mikið yfir því. Ég var að lokum farinn að segja, að það væri nú ekki mér að kenna. Faðir Warburgs var nefnilega ríkur víxlari í Kaup- mannahöfn og lagði töluvert fé í Islandsbanka og var hluthafi í honum. Svo fór bankinn á hausinn, og því var Warburg að skammast við mig. Ég væri frá þessu ömurlega landi, sem hefði rænt sjg öllum peningunum (einn af aðalstofnendum Islands- banka var Alexander Warburg, stórkaupmaður). Á þessum tíma ríkti þýski skólinn í föstum Gústav A. Jónasson (1896-1961), ráðu- neytisstjóri. skorðum í Danmörku og ég held töluvert líka hér á landi. Ófeigur Ófeigsson var sá eini íslensku læknanna, sem var Ameríkumenntaður. Við hin- ir vorum nánast allir dansk- eða þýskmenntaðir og fengum ekki að koma nálægt til dæmis stjórnun eða kennslu. Mér var þetta ekki með öllu ljóst, fyrr en ég sá sjálfur, hvernig staðið var að kennslu í Bandaríkjunum. Þar var kennslan öguð og betur staðið að henni. Gamli Warburg fann reyndar, að hann var kominn aftur úr. Hann kallaði til dæmis alltaf sjálfur sjúklingana inn á deildina, það mátti enginn annar gera. Einn daginn, þegar við vorum búnir að halda morgunfund, segir hann: „Ja, það er nú best, að við verðum allir dús.“ Við litum allir hver á annan og hugsuðum: „Hver fjandinn er nú að ske?“ En eftir það þúuðum við hann bara. Þá var hann búinn að vera á ferðalagi í Bandaríkjunum, og ég var alveg klár á því, að þar hafði hann fengið „vítamínsprautu" í þessa áttina. Landspítalinn og læknadeild í ársbyrjun 1947 byrjaði ég í heimilislækningum í Reykjavík. Þá var næturvaktin frá kl. átta að kvöldi til kl. átta að morgni, og næsta dag varð að vinna eins og venjulega. Þegar ég byrjaði á Land- spítalanum neitaði ég að taka tvennskonar vaktir, og það kom líka á daginn, að til þess hafði ég fullt leyfi. Tveimur árum seinna skiptu þeir vaktinni kl. tvö og fengu jafn mikið fyrir helminginn eins og við höfðum fengið fyrir hana alla. Sumarið 1947 byrjaði ég á Landspítalanum í afleysingum fyrir Oskar Þórðarson. Inn kom bráðasjúklingur. Ég þurfti ekki lengi að líta á hana til að sjá, að hún var með kransæðastíflu. Þá kemur Hjaltalín: „Hva, hvað er þetta?" „Það er kransæðastífla," segi ég. „Huh, það er ekki að spyrja að þessum ungu læknum." Ég vildi endi- lega reyna að sanna þetta. „Er ekki til hjartalínu- riti á þessum stað?“ Það var til, en í ólagi. „Þegar ég var hér 1934, þá var til hérna „string galvan- ometer", hvar er hann?“ Það hristu nú allir höf- uðið, svo ég fór niður í kjallara og fann hann. Ég kom honum af stað, tók af henni línurit og sýndi svo prófessornum: „Þarna er það.“ Svo dó konan um nóttina og var krufin, ég heimtaði það, og það var rétt. Stórt drep í framvegg hjartans. Árið 1948 kom að því að velja þurfti eftirmann Jóns Hjaltalín. Þrír sóttu, sem metnir voru hæfir; Óskar Þórðarson, Jóhann Sæmundsson og Sig- urður Sigurðsson, en sá fjórði, Ófeigur Ófeigs- son, var ekki talinn hafa skrifað nóg til þess að vera talinn hæfur, en að öðru leyti var sannarlega ekki efast um hæfni hans. Dómnefnd læknadeildar og læknadeild mælti með Óskari Þórðarsyni. Háskólaráð gaf blendinn Jóhann Sæmundsson (1905-1955), yfirlæknir og prófessor.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.