Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 38
38 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Snorri Hallgrímsson (1912 - 1973), yfirlæknir og prófessor í handlæknisfræði. Myndin er tekin á síðasta æviári Snorra. þeirra. Hann hefur unnið að þeim málum af al- kunnum dugnaði, meðal annars með stofnun al- menningssamtaka í gigtarsjúkdómum svo og með stofnun meðferðarstöðvar gigtsjúkra í borginni, sem félagið aflaði húsnæðis tii. Hann hefur því verið forystumaður í rannsóknum og meðferð á gigtarsjúkdómum hérlendis. Hann er heiðursfé- lagi flestra ef ekki allra gigtarsjúkdómafélaga á Norðurlöndum. I læknaverkfallinu árið 1966 var staðan erfið fyrir okkur yfirmennina eins og reyndar alla. Vit- anlega var ég ekki í liði „verkfallsmanna," þar sem ég var í stöðu ríkisstarfsmanna sem kennari við Háskólann og yfirlæknir á Landspítalanum. Ég fylgdist þó vel með öllum undirbúningi. „Svo má brýna deigt járn, að bíti,“ segir þar. Læknar Landspítalans höfðu, að ég held, árum saman reynt að fá áheyrn um kjaramál sín í Dómsmála- ráðuneytinu, sem þá fór með heilbrigðismálin, en án nokkurs árangurs. Verkfallið var því nauðvörn eins og verkföll oftast eru. Þeir, sem lítt þekktu til mála, urðu hneykslaðir eins og við var að búast. Petta var algjört einsdæmi hérlendis. Læknar lögðu niður vinnu og neituðu að sinna læknis- störfum, bæði kandídatar, aðstoðarlæknar og deildarlæknar. Eftir stóðu prófessorinn í hand- læknisfræði og prófessorinn í lyflæknisfræði, hvor á sinni deild. Við Snorri Hallgrímsson komum fljótlega fram með þá tillögu, að okkur væri heimilt að kalla til alla þá sérfræðiaðstoð, sem okkur þótti þurfa; enda höfðum við einir vaktþjónustu á deildum okkar, meðan á verkfall þessu stóð í 12 -14 daga. Sváfum við því á Landspítalanum þennan tíma og komum ekki heim til okkar á meðan. Allt gekk þetta vonum betur. En við þurftum meðal annars að skrifa allar sjúkraskrár, og ekki langar mig til að sjá þær nú, allar í símskeytastfl og hefðu ekki fengið háa einkunn hjá mér sem verk nemenda minna. Allir sjúklingar, sem inn á deildirnar komu, voru bráðasjúklingar, og enginn var tekinn inn af biðlista. Lítið sáum við til lækna á þessum tíma, og læknar deildarinnar komu ekki, nema þeir væru sérlega til kallaðir. Einn var þó sá lækn- ir, sem heimsótti okkur svo til daglega, en það var Sigurður Sigurðsson, landlæknir, sá ljúfi og kurt- eisi maður. Hann tók þetta ástand nærri sér, það var auðséð, enda var hann þar á milli steins og sleggju, sem formaður stjórnarnefndar Ríkis- spítalans og því einn af aðalráðgjöfum stjórnar- herranna, en hafði þó samúð með málstað lækna. Svo fór eins og alltaf, að verkfallið leystist. Það, sem okkur fastráðnum Landspítalalæknum þótti hvað vænst um af því, sem vannst við þessi átök öll, var, að strax var hafist handa um að bæta vinnuaðstöðu lækna, þannig að hafin var smíði 10 - 20 læknaherbergja með því að lyfta þaki þver- álmu Landspítalans. Þetta var ein af aðalkröfum lækna, auk launahækkunar. Til að gera grein fyrir því fjarstæðukennda að- stöðuleysi, sem allir Landspítalalæknar bjuggu við á þessum tíma, vil ég segja frá því, að 1930, þegar Landspítalinn tók til starfa, var eitt lítið herbergi í hverri þverálmu byggingarinnar ætlað yfirlækni handlæknis- og lyflæknisdeildar. Pá var einn aðstoðarlæknir og einn námskandídat á hvorri þessara deilda. A þessu tímabili, eða vel rúmum 30 árum, hafði læknatalan margfaldast, en við höfðum aðeins sama herbergið, en þar var nú að auki kominn inn ritari, sem pikkaði á ritvél allan daginn. Hvar áttum við að hittast og skiptast á skoðunum eða að sinna þeim störfum, sem spít- ali krefst af læknum? Þetta atriði sýnir, að það Tengiálman og suðurhluti nýja spítalans í bygg- ingu, (ljósm.: María Hallgrímsdóttir).

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.