Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 40
40 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 alann í Lundi, sem ég vissi, að var framarlega á þessu sviði. Hann tók mér afar vel, en sagði strax: „Það er sama, hvert þú hringir, það tekur enginn af þér þessa sjúklinga." „Hvað skal þá til ráða,“ sagði ég. Hann sagðist skyldu senda mér blóðskil- unarvél og líklega einnig mann, því að svo standi á, að hjá honum stundi íslenskur læknir, Pór Hall- dórsson, sérfræðistörf og sé þar vel á vegi staddur. Allt gekk þetta eftir, og næsta dag gat hann stað- fest sitt góða boð. Nú þóttist ég báðum fótum í jötu standa. Eg hafði samband við landlækni, Sigurð Sigurðsson, en hann var jafnframt formaður Stjórnarnefndar Ríkisspítalanna. Var mál þetta fljótlega sam- þykkt af stjórnarnefnd, og gat ég þá haft samband við Lundúni og beðið um frest, þar til búið væri að koma þessu um kring. Reyndist það auðsótt. Þór hóf störf við gervinýrað 15. ágúst 1968. Stjórnaði hann þessari meðferð í fyrstu, þar til Páll As- mundsson kom heim frá sérnámi í þessari grein og var veitt ný sérfræðistaða við lyflækningadeild í lok 1968. Við gervinýrað starfa nú auk Páls As- mundssonar, yfirlæknis, annar sérfræðingur og aðstoðarlæknir. Um 1960 hafði mér tekist að herja kr. 250.000 út úr þinginu til að hefja hjartaþræðingar. Þessa peninga hirti stjórnarnefndin, þrátt fyrir mótmæli mín. Ég gat ekkert aðhafst, því að Magnús Ágústsson, barnalæknir, flutti til Ameríku, en hann var þá eini sérfræðingurinn á þessu sviði. Rannsóknastofan tók ekki til starfa fyrr en 1969. Þar voru allar rannsóknir gerðar til að meta ástand sjúklinga fyrir hjaríaaðgerðir. Árni Krist- insson, hjartasérfræðingur, var fyrstur ráðinn til þessara starfa og stjórnaði þeim. Fyrsta hjarta- þræðingin var gerð í janúar 1970. Hjartarann- sóknir hafa aukist hvað mest rannsókna innan spítalans og ekki síst eftir að farið var að gera kransæðaaðgerðirnar hérlendis. Nú vinna á hjartadeild ásamt prófessornum sex hjartasér- fræðingar og segir það nokkuð um þá starfsemi, sem þar er stunduð. Tekið skal fram, að Stjórnar- nefnd Ríkisspítala stóð vel við bakið á okkur, þegar að þessunt lokakafla kom. Lungnarann- sóknastofan var einnig stofnuð formlega 1969, og voru mælingar á blóðgösum og lungnarúmmálum burðarásinn í starfseminni, og bætti það mjög alla meðferð hjá sjúklingum með lungnabilun af völd- um teppusjúkdóma eins og lungnaþembu og brjóstkvefs (bronchitis). Með bættum tækjakosti hefur síðar verið mögulegt að mæla loftskipti við herpusjúkdóma í lungum. Snorri Ólafsson, sér- fræðingur í lungnasjúkdómum, veitti henni for- stöðu í byrjun, en þegar hann hvarf af landi brott tók Tryggvi Ásmundsson við. Árið 1966 var Þórir Helgason, sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum, ráðinn sérfræðingur að lyf- lækningadeildinni. Hann var frumkvöðull að stofnun göngudeildar sykursjúkra og hefur stjórn- að henni frá upphafi. í byrjun vann hann þar einn síns liðs af læknum, en fljótlega bættist honum aðstoðarlæknir til starfa, og nú á seinni árum að auki sérfræðingar á þessu sviði. Göngudeildin var um langt árabil eina eftirmeðferðarstofnunin á þessu sviði, en síðar bættist við göngudeildarþjón- usta á Landakotsspítala fyrir börn með sykursýki og eftirlitsstöðvar á öðrum sjúkrahúsum. Árin 1975-1976 ferðaðist ég víðs vegar um Bandaríkin og heimsótti marga háskólaspítala og kynntist þá ýmsu, sem efst var þar á baugi. Eftir heimkomuna fór ég til Norðurlandanna, Oslóar, Gautaborgar, Stokkhólms og Kaupmannahafn- ar. I þeirri ferð samdi ég við lækna við Háskóla- spítalann í Gautaborg um samstarf við rannsókn og meðferð háþrýstings með vissum lyfjum á fimm ára tímabili. Þetta gátum við gert með því að leita til Rannsóknarstofu Hjartaverndar um efnivið, sem var auðsótt mál. Þá þurfti að stofna göngudeild. Til þess þurfti bæði húsrými og pen- inga. Ekkert húsrými til þessarar starfsemi var til á lyflækningadeild og því síður peningar. Varð það úr, að ég lpitaði til þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, og lagði fyrir hann ráðagerðir mínar um staðsetningu deildar- innar á einni hæð Hjartaverndarhússins. Hann tók máli mínu mjög vel og lagði það fyrir fjárveit- inganefnd Alþingis. Síðar var aukafjárveiting veitt af Alþingi til þessarar starfsemi, sem hófst 1976. Frá byrjun skiptum við með okkur störfum þannig, að sérfræðingar hjartadeildar unnu þar til skiptis. Einnig var þáverandi yfirlækni Lyflækn- ingadeildar Borgarspítalans, Þórði Harðarsyni, boðin þátttaka, starfaði hann þar ásamt öðrum sérfræðingi á þessu sviði frá Borgarspítala. Mikil aðsókn varð strax að deildinni, sérstaklega af því fólki, sem átti að fá meðferð, en fékk ónóga eða enga. Varð tilkoma deildarinnar mikilvæg til að koma til móts við þessa þörf, og hefur fjöldi vís- indagreina litið þar dagsins ljós. Við rannsóknir á fólki á vegum Hjartaverndar var staðfest, að hjá fjölda íslendinga væri blóðfita of há. Öllu þessu fólki var ráðlagt af læknum Hjartaverndar að breyta mataræði sínu þannig, að það yrði fitusnauðara. Upplýsingar hér að lút- andi, sem og aðrar upplýsingar, voru sendar til heimilislækna fólksins. Lítið virtist gert af þeirra hálfu í þessu máli til forvarna, en læknar Hjarta- verndar hafa frá byrjun starfs síns aldrei haft nein eftirmeðferðarstörf með höndum. Þegar þetta fólk kom að nokkrum árum liðnum aftur til rann-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.