Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 41 Frá skiptum ríkissjóðs og borgarstjórnar Reykjavíkur á Landspítalalóð og lóð Arnarhóls. Neðri röð frá vinstri: Geir Hallgrímsson, Magnús Jónsson (frá Mel), Gylfi Þ. Gíslason og Jóhann Hafstein. — Efri röð frá vinstri: Baldur Möller, Jón Tómasson, Jón Thors, Sigurður Sigurðsson, Hólmfríður Stefánsdóttir, Davíð Davíðsson, Rögnvaldur Þorkelsson, Sigurður Samúelsson, Georg Lúðvíksson og Snorri Hall- grímsson. sóknar, var gildi blóðfitunnar svipað eða hækkað. Hér var því úrbóta þörf. Ég hafði áður reynt samvinnu við barnalækna hér heima í þessum málum, en lítið orðið ágengt. Þegar Gunnar Sig- urðsson, yfirlæknir á Lyflækningadeild Borgar- spítalans, kom heim frá Bandaríkjunum úr sér- námi sínu, vann hann fyrsta árið sitt hérlendis hjá Hjartavernd. Hann er fyrsti íslenski sérfræðing- urinn, sem hingað kom með sérþekkingu á blóð- fitu. Ég fór þess á leit við Gunnar, að hann tæki að sér stjórn göngudeildar fyrir fólk með hækkaða blóðfitu, og hófst þessi starfsemi 1988, og hefur hann haft umsjón nteð henni síðan. Ég tel, að starfsemi þessarar göngudeildar geti haft mikil áhrif til að leiðrétta það einhæfa og fituríka fæði, sem almenningur neytti á fyrri áratugum, og hafa athyglisverðar niðurstöður um fitubúskap líkam- ans komið frá deildinni. Hjúkrunarfræðingum við heilsuvernd og matvælasérfræðingum hefur líka orðið vel ágengt í þeirra þjóðþrifastörfum við að ráðleggja fólki skynsamlegt og hollt mataræði. Ég tók ekki þátt í því að velja eftirmann minn í stöðu prófessors í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskólans. Við Háskólann hefur verið lenska að skipa fráfarandi prófessor í dómnefnd þá, sem metur hæfni hugsanlegra eftirmanna hans. Þetta þekkist hvergi annars staðar á Norðurlöndum eða öðrum nágrannalöndum. Auðséð er, að erlendis þykir það ekki sæmandi að setja fráfarandi pró- fessor í slíka aðstöðu. Ég var kosinn í þessa svo- kölluðu hæfnisnefnd að mér forspurðum og bað strax um að vera leystur frá því starfi, enda við- búið að meðal umsækjenda væru margir af nán- ustu vinum og samstarfsmönnum. Fámenni hér knýr auðvitað enn frekar á um að leita út fyrir landsteina, þegar fengið er fólk til þessara starfa eins og reyndar venja er erlendis líka. Hræddur er ég um, að við höfum ekki alveg lagt af þennan heimóttarskap, þótt mikið hafi lagast frá því, sem var. Hjartavernd A sjötta áratugnum var okkur ljóst, að krans- æðasjúkdómar voru að færast í aukana og að hér væri um vandamál að ræða, sem snerti alla þjóð- ina. Arið 1955 flutti Theodór Skúlason erindi á lyflæknisþingi í Osló um rannsókn sína á ætt- mennum tveggja 100 manna hópa. Hafði annar legið á spítala vegna kransæðasjúkdóms, en hinn vistaður vegna annarra sjúkdóma. Útkoman var sú, að kransæðasjúkdómur var um þrisvar sinnum tíðari hjá ættmennum kransæðasjúklinga heldur en hjá ættmennum í hinum hópnum. Því miður

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.