Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 46
46 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ið í útgáfunni, ritin oft á fjölrituðu formi, ekki aðgengilegar töflur. Petta var vægast sagt lítt að- laðandi, þó allt væri þar rétt og satt. Hver les töflur, ef engin umræða fylgir? Varla nokkur! Pegar Gunnar Sigurðsson kom, sauð fljótlega upp úr, og hann fór strax úr nefndinni. Hann sagðist ekki vinna þar. Svo fór ég að ybba mig, og þegar Ottó Björnsson sá, að ég myndi fá samþykkt í stjórninni að leysa þessa nefnd upp, sagði hann upp og fór. Ég fékk með mér Gunnar Sigurðsson og Guðmund Þorgeirsson til þess að setja skipu- lagið upp á nýjan leik. Breytingin var sú, að 15 manna stjórnin hélt áfram með fimm til vara. Undir henni var fimm manna framkvæmdastjórn með tvo til vara, en undir henni komu svo fimm ráð: Rannsóknarstjórn, Vísindaráð, Stjórn Rann- sóknar- og leitarstöðvarinnar, Stjórn efnarann- sóknarstofunnar og svo Upplýsinga- og útgáfu- stjórn. Þetta var 1988. Breytingin hefur haft góð áhrif. Enginn fær neitt greitt. Breytingin jók ekk- ert við reksturskostnað. Hlutverki Hjartaverndar hefur verið lýst þann- ig: 1) Fræðsla um hjarta- og æðasjúkdóma fyrir al- menning; 2) rannsóknir á fólki í leit að hjarta-og æðasjúk- dómum; 3) eftirlit með hjartasjúkum og bygging hælis eða endurhæfingarstöðvar fyrir hjartasjúklinga. Það hefur gengið of hægt með þátt 3, það er endurhæfinguna, en við höfum bara ekkert fjár- magn haft til að beita okkur í því máli. Seint um síðir var þó stofnuð endurhæfingarstöð (HL-stöð- in), sem Hjartavernd á aðild að ásamt SÍBS og Landssamtökum hjartasjúklinga. Áður en það skeði, vorum við búnir að stofna aðstöðu fyrir hjartaþjálfun á Reykjalundi. Þegar Magnús B. Einarson læknir kom heim, var það Hjartavernd, sem keypti fyrstu tækin, og það var áður en Landssamtök hjartasjúklinga komu til sögunnar. Við ráðlögðum þessu félagi, sem fjandskapaðist svo seinna út í okkur og var með skæting um, að við gerðum aldrei neitt til þess að endurþjálfa hjartasjúklinga. Þá sögðum við þeim, að þeir skyldu bara taka þetta að sér, en við skyldum hjálpa þeim við það. Þetta er núna allt í besta lagi. Fjórða hlutverk Hjartaverndar er svo ráðgjöf til almennings um forvarnir. Við höfum predikað dálítið um fituna og reykingar, ekki er að neita því. Ég fékk nú heldur bágt fyrir það að vera nokkuð grimmur gegn lambakjötinu. Það var mín fyrsta grein í Hjartaverndarblaðinu. Og þar á eftir var skjálfti í landbúnaðarmönnum, og ég var kall- aður vafasamur maður af Gísla Kristjánssyni, sem var þá ritstjóri Freys eða Búnadarritsins. Hjarta- vernd hefur ekki fengið digur framlög frá Mjólk- ursamsölunni, en við fengum 100.000 kr. framlag frá stjórn S.Í.S. í byrjun. En börnin drukku mikla mjólk. Mjólkin stóð í ísskápunum, og börnin komu inn og drukku mjólk við þorsta í staðinn fyrir vatn, og ég tala nú ekki um alla þá mjólk, sem drukkin var með mat. Á barnadeildinni voru í lok sjöunda áratugarins mörg börn með mjólkur- harðlífi. Ég man, að Kristbjörn Tryggvason, barnalæknir, sagði: „Þessar kerlingar eru að drekkja blessuðum börnunum í allri þessari mjólk." Við Davíð Davíðsson höfum átt mjög gott sam- starf og erum þó ólíkir. Það má vera, að hann geti verið erfiður, en það get ég verið líka. Það gekk erfiðlega í einstaka málum eins og þegar ég leysti upp þessa leiðinda úrvinnslunefnd árið 1988, en það er löngu fennt yfir það. Öll þessi ráðstöfun hefur farið vel. Davíð er skarpur, góður skipu- leggjandi, þegar hann vill það við hafa, en mætti hafa stærri yfirsýn, hann er nostursamur og ná- kvæmur í öllum sinum gjörðum. Hann er nokkuð dómharður um menn og málefni og vill því stund- um lenda í karpi. Þetta kemur ekki að sök við náin kynni. Davíð er einn heiðvirðasti maður, sem ég hefi kynnst í læknastétt. Mættu sumir kollegar taka hann sér til, fyrirmyndar. Hann hefur alla burði til vísindastarfa, en það, sem hefur komið frá honum, er lítið að vöxtum nema Rannsóknar- rit Hjartaverndar, en þar á bak við er nú líka mikil vinna. Davíð sagði víst einhvern tímann, að eng- um manni einum væri það jafn mikið að þakka og mér, að Hjartavernd varð til, en bætti svo strax við, „en vissi Sigurður eiginlega nokkuð, hvers konar Hjartavernd hann var að stofna ... eða vildi stofna?" Ég vissi það náttúrulega ekki nákvæm- lega og ekki heldur Davíð, Nikulás Sigfússon eða Ólafur Ólafsson. Ég held, að það hafi verið Ólafur, sem réði Ottó Björnsson. Þessir menn stóðu að því, hvernig skipulagningin á stöðinni og rannsókninni varð. Það var Davíð, sem sá mest um það. En ég samþykkti rannsóknaráætlunina og líka sérfræðingar WHO. Fjölmargir læknar hafa unnið úr Hjartavernd- arefniviðnum, til dæmis Guðmundur Björnsson, prófessor, Gunnar Guðmundsson, prófessor, og læknarnir John Benedikz, Jón Þorsteinsson og fleiri og fleiri. Á 25 ára afmæli Hjartaverndar var meðal annars úthlutað 1,5 milljónum kr. til þriggja umsækjenda, 500.000 kr. til hvers. En þeir voru: Guðmundur Björnsson, sérfræðingur í orkulækningum, til rannsóknar á áhrifum líkams- þjálfunar á hjarta. Annar er Vilmundur Guðna- son, læknir, sem nú stundar í Lundúnum erfða- fræðilegar rannsóknir á apolípópróteinum og

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.