Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 48
48 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Séð frá Trostansfirði til norðvesturs út eftir Arnarfirði. Ekki leið á löngu, áður en lax tók, sem ég landaði fljótlega. Scheving sagði það ekki koma til greina að hætta og viti menn, ég fékk fljótlega annan. Þá varð Scheving ánægður og hreykinn. Kvöld var komið og stutt í lok veiðitíma. Þegar við settumst að borði í veiðiheimilinu, var kominn tvöfaldur lárviðarkrans um disk minn. Þegar allir voru sest- ir, spratt Scheving upp, hældi sjálfum sér að hafa getað komið mér í fisk og endaði talið með því, að hér eftir ætti holan að heita „Prófessorsholan" í stað „Idjótaholunnar," „þó ég sjái nú ekki mikinn mun á þeim tveimur nöfnum,“ sagði hann! Margt fer öðruvísi en ætlað er. Aldrei hafði ég hugsað mér að verða sumarhúseigandi. Þóttist ekki hafa tíma til þess vegna ýmiskonar starfa. Kunningi minn frá æsku- og uppeldisárum mín- um á Arnarfirði, Gestur Gíslason, bóndi í Trost- ansfirði, missti konu sína, Filippíu Bjarnadóttur. Filippía var merkiskona fyrir margra hluta sakir, en helst þó fyrir það hve langt hún var á undan samtíð sinni um alla náttúruvernd. Nú er náttúru- fegurð mikil f Trostansfjarðarlandareign, skóg- lendi mikið og hvað mest á Vestfjörðum, ríkulegt fuglalíf og silungur í tveimur ám þar. Filippía bannaði notkun skotvopna í landareigninni, eng- an silung mátti veiða né sel skjóta og enga hríslu mátti rífa úr skóginum. Þóttu okkur unglingunum þetta harðir kostir. Ég skil þá betur 60 árum síðar. Gestur hringdi til mín nokkkru eftir andlát konu sinnar og bauð mér að gerast meðeigandi sinn að landareigninni. Þar sem ég þekkkti til staðhátta sló ég fljótlega til. Hann stóð þá í mála- ferlum vegna jarðarinnar. Síðar ákváðum við Gestur að bjóða tveimur kunningjum okkar að verða sameignarmenn um þessa jarðareign. Við hjónin reistum okkur sumarbústað í Norð- dal á Trostansfjarðarlandi 1973 en þar hefur ekki verið áður búið. Síðan höfum við dvalið í þeim unaðsreit lungann úr sumrinu. I Norðfellinu ofan við bústaðinn er arnarhreiður og höfum við skemmt okkur meðal annars við að fylgjast með þegar foreldrarnir kenna ungunum flugtökin. I aldanna rás hefur verið skógsælt í Trostans- firði. í annál frá fimmtándu öld segir: „Jón Jóns- son, bóndi í Trostansfirði gaf kirkjunni á Brjáns- læk sér til sáluhjálpar skógarhögg í Norðdals- skógi.“ Hákon heitinn Bjarnason skógræktar- stjóri sagði mér einhverju sinni að í Norðdalsskógi væru reynitrén með þeim hæstu á landinu. Litið til baka Lyflæknisfræðin hefur þróast frá að vera grein, þar sem lyflæknirinn þekkti alls staðar eitthvað til, yfir í grein, þar sem flestir læknarnir eru í reynd sérfræðingar. Þetta var og er jafnframt frjó- söm leið til árangurs og framfara. Ég sé litlar líkur á, að það takist að endurskapa allsherjarlækninn innan heimilislækninga. Við vitum allir, að póli- tíkusar vilja fá þjónustuna á sem ódýrastan hátt. En þeir vita það, að með sérgreiningunni verður

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.