Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 7
7 Það er síðsumarsmorgunn fyrir u.þ.b. 34 árum. Him- inninn er grár og drunga- legur. Æ, hugsaði ég, hvers vegna þurfti nú veðrið að vera svona - einmitt í dag - þegar ég hafði ákveðið að fara í ferðalag. Ferðinni var heitið í næsta byggðar- lag og var yfir fjallveg að fara. Eitthvað var minnst á að fresta förinni, en sem hér stóð á, ég var nefnilega nýtrúlofuð og var að fara í heimsókn til unn- ustans, þarf meira en lítið til að hætta við slíkt, og svo fór að mér héldu engin bönd. HUGLJÚF ÉNDURMINNING Eftir Aðalbjörgu Magnúsdóttur Ég bjó mig í skyndi, las nokkur vers í Biblíunni minni, fól mig Guði í bæn og lagði síðan örugg af stað. Fararskjóti minn var ekki bíll af bestu gerð, nei, en hest allgóðan hafði ég til fyrri hluta ferðarinnar og svo mína "tvo jafnfljótu". Fyrst lá leiðin inn með firði og þar sem ég hafði aldrei áður farið yfir fjallið ákvað ég að fá fylgdarmann eitthvað áleiðis. Á bæ undir fjallshlíðinni knúði ég dyra og fékk góð og greið svör erinda minna. Dökkur þokubakki lá þétt niður fyrir miðjar hlíðar

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.