Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 13
13 ÞÚ hefur fylgt mér gegnum súrt og sætt og sífellt reynt að bregða fyrir mig fæti. Á göngu minni þess hefur jafnan gætt gegniam lífið, að einhver fyrir mér sætii Eins og blindur ég fylgdi bending þinni og barst sem rek i tímans iðuköstum. Ég lagði allt, sem átti í eigu minni af orku, í að sinna þínum löstum. Ég væflaðist um allan breiða veginn, en villtist eins og hver annar fylliraftur. Ég hitti á annan mjóan hinum megin og hef þann breiða alls ekki fundið aftur. En þessi vegur greiðfær er og góður geng ég hann, í fámenninu, hress. Hérna verður enginn vegamóður og villist enginn, að eilífu vertu bless. Þessa götu ég ætla mér að ganga gegnum lífið, það ég segi þér. Aldrei aftur á breiða veginn langa ætla ég, því þessi nægir mér. Árni ÞÓr.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.