Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 26

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 26
eins og Dalli, Heiðar og Reynir. Þeir hafa keyrt efni frá lauginni og að. Og það á eftir að kvabba á bílstjórum meira. Og það má nefna marga aðra, sem ég er ekkert að nefna en hafa lagt hönd á plóginn. Hvað er svo framtíðin? Hvað getið þið svona gert ykkur vonir um? Ég held að ég sé ekki að segja neina vitleysu, að þegar búið er að steypa þetta og slá utan af mótun\om, þá má sjóða þríhyrningana á og stilla þá af, þá má keyra sandi í botninn og jafna hann, skrúfa svo flekana á grindina sem þá verður komin upp. Svo leggja leiðslur að og frá. Svo kemur þetta hvað af öðru, leggja gang-- stéttar, girða. SÍðast kem- ur svo að leggja dúkinn í laugina. íívenær yrði þessu lokið? Næsta ár? í haust? Ja, ég yrði fyrir von- brigðum ef við gætum ekki lokið þessu einhvern tíma í sumar. ílla vega í haust. Næst hittum við Guðmund Frímannsson og Reyni Sveins- son. Voru þeir smiðslegir og vígalegir. Það var auð- séð að mjög var vandað til verksins, enda ekki við öðru að búast af þessum mönnum. Reynir taldi að í byrjun júlí yrði farið að skrúfa saman flekana á grindina. Hann vildi vera bjartsýnn á þetta, og er það engin furða. eins vel og allt hefur gengið fram að þessu. Róbert Brimdal, Ármann Sigurjónsson og Ingvar Sigurðsson voru í móttökunni. Hefst þetta í dag?

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.