Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 31

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 31
23 ANNAÐHVORT -EÐA- Einar Valgeir Arason. Við tölum oft um mála- miðlun? um að finna hinn gullna meðalvegj að forðast öfgar, o.s.frv. Þetta ber að gera, en þó verðum við að muna, að sumt er alls ekki hægt að taka þannig tökimi. Það er annaðhvort -eða-. Ekkert, sem heitir mitt á milli. Ég man, að í 2.bekk á Hlíðardalsskóla benti kristinfræðikennarinn okkur á, að annað hvort væri Jesús sonur Guðs og allt það, sem hann sagðist vera,eða hann væri einn mesti lygalaupur, sem nokkurn tíma hefur verió uppi. Hvers vegna? JÚ, vegna þess sem hann sagði um sjálfan sig. Hvaða góðmenni myndi ljúga slíkum hlutum? Þá væri ekki \im góðmenni að ræða. Þannig er það líka með Biblíuna. Vegna þess sem hún segir, þá er hún annaðhvort innblásin af Guði eða hið allra mesta samansafn ægilyga og blekk- inga, og ætti því ekki nokk- urn tilverurétt. En gerum við okkur grein fyrir því, að svona verðum við líka að líta á boðskap Ellen White, og það er vegna þeirra krafa, sem hún setur fram. HÚn segist hafa feng- ið sýnir og vitranir og skráð þær. HÚn segist vera sendiboði Guðs með sérstak- ar leiðbeiningar til hins síðasta safnaðar. Annað- hvort segir hún satt eða bækur hennar eru samansafn- aður lygaþvættingur og ættu því að brennast. Þegar nær dregur enda- lokunum munu þær raddir ger- ast æ háværari, sem leitast við að draga úr áreióanleika og gildi boðskapar Ellen White. Hún segir: "Satan mun vinna kænlega á mismun- andi hátt og eftir mismun- andi leiðum að því að grafa undan trausti hins síðasta safnaðar Guðs á hinum sanna vitnisburði."(2.SM,bls.78). Vita megum við, að óvinurinn ræðst með öllum tiltækum ráðum að þessu vígi. Ert þú tilbúin(n) að mæta í þá baráttu? Það er ekki hægt að segja,að sumt, sem hún hafi skrifað, sé gott og hitt sé uppspuni og ímyndanir. Þetta er spurning um annað- hvort - eða -. Enginn millivegur hér, því tilkall hennar er svo alvarlegt. NÚ er tíminn til að gera þetta upp við sig, annars getur það orðið of seint, og vonandi verður það uppgjör jákvætt.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.