Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 33

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 33
25 A: "Já, ekki er það víst betra með hann. Hann reykir víst eins og skorsteinn og svallar eftir því. Hann er víst farinn út á lanö að vinna. Ég þekkti hann mjög lítið meðan hann var hérna og ég bauð honum víst aldrei heim, en hann leigði einhvers staðar einn herbergi, strákgreyið". B: "já, blessaðir ungling- arnir hugsa víst ekki mikið um sáluhjálp sína, ég veit nú svo mikið, áð enginn kemst á nýju jörðina með svona lifnaðarháttum". Og samtalið heldur áfram, oft ótrúlega lengi og símalínurnar glóa. Já aumingja stúlkan og pilturinn, sem öllu valda, eru þau ekki aumkunarverð? Það er munur eða sumar þessar heiðvirðu sálir, sem margar hverjar, að því er virðist, verma sæti — kirkjubekkjanna á hvíldar- dögum til þess eins að halda talfærunum og síma- llnunum óryðguðum hina sex daga vikunnar. Eða hvað? Það er svo margt sem amar að. Hver er t.d. munurinn á frúnni, sem mætir í nýjum kjól og kápu öðru hvoru og pantar sér permanent og jafnvel hár- litun öðru hvoru, þegar henni finnst vera þörf á og svo stúlkunni, sem rætt var um í samtalinu? Báðar hafa auðsjáanlega áhyggjur af útlitinu svo tilgang- urinn er hinn sami, og er það ekki tilgangurinn, sem er mælikvarði á hvort þetta er synd eða ekki? Eða maðurinn sem situr negldur fyrir framan imba- kassann að horfa á "Vegir örlaganna" með Ava Gardner, af því að honum fannst hún vera svo sæt í gamla daga, og svo strákurinn sem skrapp í bíó um daginn að sjá kúrekamynd. Já, var það furða þó Kristur segði við færði- mennina og Faríseana: "Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrstur steini í hana". Hver er sá, sem setur sig í dómarasæti til að kveða á um eilifa útskúfun annarra? Víst er svo ótalmargt, sem kra\mar í heila mínxmi ennþá, eins og t.d. allt unga fólkið utan af landi og af utansafnaðarheimilum,

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.