Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 3

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 3
Steinþór Þórðarson 3 frá ritstjdrninni HVERT STEFNIR ÞU ? Hefurðu hugleitt hvaða áform Guð hefur lagt varð- andi framtíð þína? Hefurðu gert upp huga þinn hvaða lífsstarf þú ætlar að leggja fyrir þig? Á hverju hefur þú áhuga og hvaða undirbún- ing hefur þú gert, eða áformar að gera, til að ná takmarkinu? Allt eru þetta spurningar sem hljóta að koma upp í huga þínum fyrr eða seinna, enda eru þær einkennandi fyrir ungt fólk. Guð hefur ákveðið hlutverk sem hann ætlar sérhverri sálu að vinna í lifinu. Það tekur fólk misjafnlega langan tíma að uppgötva sína köllun, og það getur gengið á ýmsu áður en það sannfærist um að hafa ratað á sitt rétta lifsstarf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að með Guðs hjálp er okkur allt mögulegt. Guð gefur öllum talentur, hæfileika, sem þeim ber að þroska og nota, sjálfum sér og öðrum til blessunar og gagns, en Guði til heiðurs og dýrðar. Við erum líka gerð ábyrg fyrir þeim talentum sem Guð gefur okkur, hvort sem þær eru fáar eða margar.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.