Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 4

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 4
Grundvallaratriði í undirbúningi okkar fyrir lífiö og lífsstarfið er fúsleiki og áhugi. Napóleon keisari átti einn flokk her- manna sem var kunnur fyrir hugrekki. Það er sagt að hann hafi eitt sinn staðið fyrir framan þetta úrvals- lið sitt og spurt hver þeirra væri fús til að tak- ast á hendur hættulegt verk- efni, sem hann hafði i huga. Hann varaði þá við því að sá sem mundi bjóða sig fram ætti sennilega ekki aftur- kvæmt og mundi týna lífi sínu. SÍðan sagði hann: "Ég mun nú snúa baki mínu til ykkar, og ef einhver vill taka þetta verkefni að sér þá gangi hann fram eitt skref." Þegar keisarinn sneri sér aftur að hermönnunum sá hann þá alla í beinni röð eftir sem áður, og var enginn þeirra búinn að taka sig út úr röðinni. Hann var um það bil að láta í ljósi von- brigði sín, þegar liðsfor- inginn sagði: "Herra, þeir stigu allir fram eitt skref." Slíkur fúsléiki, slíkur áhugi og slík djörfung kemur miklu til leiðar, jafnvel hjá einum einstaklingi, hvað þá þegar um marga er að ræða. Og Guð þarfnast margra slíkra, sérstaklega nú á tímum. Það skiptir þó ekki máli hvaða lífsstarf þú hefur eða munt tileinka þér, aðeins að þú helgist Guði algjörlega. Það er ágætt að líta ekki of stórt á sjálfan sig og telja sig hæfan til alls. En hitt er engu betra að líta svo smáum augum á sjálfan sig að ekkert sjálfstraust sé til staðar. Það er að sýna Guði van-. traust og vanheiður þegar við efumst sí og æ um getu okkar og möguleika til að ná framförum og þroska á ýmsum sviðum. Guð sér í okkur það sem við getum orðið, og við eigum að leitast við að finna hver áform Guðs með líf okkar eru. Það er sagt um Míkael-' angelo, hinn fræga, ítalska myndhöggvara, að hann hafi eitt sin'n staðið lengi og starað á stóran marmarastein. Vinur hans spurði hann á hvað hann væri að horfa. "Engil," svaraði listamaðurinn. Hann kom auga á hvað hamarinn og meitillinn gætu komið til leiðar í þessum marmarai steini, sem aðrir höfðu þó hafnað. Hann hófst líka handa og skapaði eitt af mestu listaverkunum sínum. Það skiptir ekki máli hver fortíð þín hefur verið, jafnvel þótt þér hafi oröiö

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.