Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 7
7 Hvar ertu aðventæska með eldinn þinn? Eldinn, sem verma skal þann, sem er kaldur og særður. Hættu að blunda. Höfðinu lyftu og sjáðu húmið, sem umlykur veg þinna landa og bræðra. Ris upp til starfa, hlustaðu á sorganna hljóm., hönd þina réttu fram, svo að tár megir þerra. Hvar ertu aðventæska, með eldinn þinn? Er óskin til starfa og kærleikurinn að þverra? Vakna þú aðventæska. Upp ris þú strax i dag; og lyft þinu blysi, loga þess glæð i skyndi, þvi lif er i veói. Lyft kyndlinum hátt. Ó, hátt. ÞÚ hika ei mátt þvi nóttin er niðadimm, i niðamyrkri er bróðir þinn fallinu nærri. Heyrirðu ei köllin á hjálp frá sálunum særðu? Sof ekki lengur. RÍs upp, þá markinu nærðu. Vakna og flýt þér, lyft blysinu hátt og loga þess glæð svo ljómi hans nái langt, - verði bjartari -stærri.- Hvar ert þú aðventæska, með eldinn þinn? - Er eldur þinn kulnaður - kærleikur Drottins þér fjarri? Iijðrk

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.