Innsýn - 01.12.1976, Síða 9

Innsýn - 01.12.1976, Síða 9
a Þaó var matarhlé í Rose- mont gagnfræðaskólanum. Flestir nemendurnir þyrptust yfir í mötuneytið og það var mikill kliður og spenningur í öllum. í dag átti að til- kynna hvaða nemendur hlytu þann heiður að fá að syngja í skólakórnum sem tæki þátt í kórsöngskeppninni i sýsl- unni. Beth og Linda voru fullar eftirvæntingar og þær flýttu sér að dyrunum að tónlistarsalnum og þar komu þær auga á nafnalist- ann. Það voru áköf augu sem lásu yfir nafnalistann og Linda hrópaði upp yfir sig glöð og ánægð: "Ég komst á listann.' Og þú lika, Beth.' HÚrra.' Við fáum báðar að taka þátt í kórsöngskeppn- inni í ár." "Ó, ég trúi því ekki," ískraði í Beth. NÚ tóku þær eftir því að tónlistar- kennarinn var inni i tón- listarsalnum og var að kalla upp nöfn þátttakand- anna. Það er eins gott að við flýtum okkur inn sagði Beth við Lindu. Stúlkurnar flýttu sér til sæta sinna. Söngæfingin hófst og Beth las af nótunum sínum og byrjaði að syngja, en hugsanir hennar voru í uppnámi því að hún, Beth Silvers, mundi i raun og veru verða þátttakandi í þessum mikla viðburði ársins. HÚn hlustaði af athygli á nánari upplýsingar sem kórstjórnandinn, nerra Weaver, hafði að flytja þeim varð- andi kórkeppnina sem yrði eftir tvær vikur á laugar- dagskvöldi. Það yrði ekkert vandamál með hvíldardaginn því að keppnin átti að fara fram eftir sólarlag. Hvað hún elskaði að syngja. Og það var allt svo spennandi að vera allt í einu orðin meðlimur í skólakórnum sem tæki þátt i sýslukeppninni. Allir bestu söngvararnir í öllum gagnfræðaskólum sýsl- unnar mundu taka þátt í keppninni, og nú átti hún að vera einn af fulltrúum Rose- mont gagnfræðaskólans. Hví- líkur heiður. Þátttaka hennar í skóla- kórnum í gegnum árin hafði loks borið árangur. Ekki svo að skilja að þátttakan í söngæfingunum hafi ekki verið vel þess virði út af fyrir sig. Hún hafði alla tíð haft svo mikla ánægju af söngæfingunum. NÚ var hún langt komin í gagnfræða- skólanámi sínu og hafði þegar mikla söngreynslu aó baki, en mesti söngviðburð- urinn var þó rétt framundan.

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.