Innsýn - 01.12.1976, Síða 10

Innsýn - 01.12.1976, Síða 10
Söngkvöld skólakórsins síðast liðið ár hafði tekist mjög vel. Það hafði borið upp á föstudagskvöld og Beth vissi með sjálfri sér að hún hefði ekki átt að taka þátt í dagskránni, en þetta var hápunktur skólaársins,svo hún hafði látið sig hafa það. Það er annars einkenni- legt, en hún hafði aldrei almennilega skilið megin- reglur safnaðar síns, og þó hafði hún verið alin upp sem Sjöunda dags aðventisti. í hennar augum voru allar þessar reglur svo stirðar og gamal dags. Slíkar reglur voru fyrir gamla fólkið, rökræddi hún við sjálfa sig. Hvernig gæti annars táningur virkilega skemmt sér? Það var fátt af ungu fólki í hvíldardagsskóladeildinni hennar og hún vissi að sumt af unga fólkinu fór á knattspyrnuleikina og gerði annað af því tagi á hvíldar- dögunum. Það hafði hvarflað að henni að láta strika sig út úr safnaðarbókunum, vegna þess að hún gat ekki staðist það að vera hræsnari, en þá sýndi Drottinn henni í gegnum kristin vin sinn hvernig hún gæti í raun og veru verið hamingjusöm. Frá þeim degi var barátta hennar sifellt auðveldari, þó hún væri alls ekki laus við freistingarnar. "... og ég vil að þeir sem komust á nafnalistann yfir þátttakendur í kórsöngs- keppninni mæti á hverjum morgni kl. 7:30 og við byrjum æfingarnar í fyrra- málið." Herra Weaver var að tilkynna æfingadagskrána eftir að unga fólkið hafði sungið síðasta sönginn þann daginn. "Þið getið tekið heim með ykkur nóturnar á leiðinni út héðan. Sé ykkur þá í fyrramálið." Vinkonurnar tvær gengu 1 gegnum dyrnar og hurfu í mannfjöldann. Beth varð upptekinn við hugsanir sínar. Að hugsa sér að hún yrði þátttakandi í kórsöngskeppni sýslunnar. Hún hafði verið viss um að Linda kæmist í keppnina, en hún hafði verið óviss um sjálfa sig. NÚ gætu þær farið saman. Dásamlegt.' Morgunæfingarnar flugu hjá og tíminn leið hratt. Á fimmtudag útskýrði herra Weaver nánar æfingadagskrána þegar kórinn mundi sameinast nemendum úr öðrum skólum til æfinga næst á undan keppn- inni sjálfri á laugardags- kvöldið. "Við munum fara héðan á föstudagsmorgni kl. 8:30 í Washington gagnfræðaskólanum,

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.