Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 11
11 sem verður okkar gestgjafi í ár." Stúlkurnar gátu varla setið kyrrar af eftirvænt- ingu, þetta var allt svo spennandi. "Við munum borða hádegismatinn okkar þar og verða komin heim aftur kl. 3:30," hélt herra Weaver áfram. "Síðan verður æfing á laugardagsmorgni kl. 9-12 sem verður okkar síðasta æfing fyrir kórsöngskeppn- ina kl. 8 á laugardagskvöld. NÚ skulum við fara aftur yfir það atriði sem þið áttuð í erfiðleikum með í söngnum." Hann lyfti hendi sinni og byrjaði að stjórna söngnum. Laugardagsmorgunn kl. 9.' Beth horfði út um gluggann svo að enginn gæti séð von- brigðin á andliti hennar, og þó gat hún fundið að Linda fylgdist með henni. Snjónum kyngdi niður á skólalóðina og huldi allt umhverfið. Allt í einu var hún ekki glöð lengur. HÚn mundi ekki geta farið til æfingarinnar þennan laugardagsmorgunn. Og þar sem hún þekkti herra Weaver þá þýddi það einnig að hún fengi ekki að taka þátt í kórsöngskeppninni á laugardagskvöldið ef hún ekki tæki þátt í æfingunni um morguninn. Nú varð öll hennar fyrirhöfn og vinna til einskis. Það sem hingað til hafði verið mesti við- burður í lífi hennar sem hana hlakkaði til mundi nú ekki eiga sér stað fyrir hana. Tárin komu fram í augum hennar, en hún reyndi að halda aftur af þeim. Hún opnaði munninn og reyndi að syngja en hrifningin var ekki lengur til staðar. Hun yrði að tala við herra Weaver eftir æfinguna. "Herra Weaver, ég... ég get ekki tekið þátt í æfing- unni á laugardagsmorgunn." Hananú. Henni tókst að koma þessu út úr sér. "Ég..ég verð að fara í kirkju". Linda starði á vinkonu sína með undrunarsvip eins og hún vildi segja, "ég trúi þér ekki.'" Beth lét sem hún sæi hana ekki. "í kirkju á laugardegi?" Kórstjórinn lyfti þungum augnabrúnum sínum og gretti sig. Hún vonaðist til að hann mundi skilja sig án þess að krefjast nánari útskýringa. Beth fann að hún roðnaði í framan þegar hún kinkaði kolli og reyndi að kyngja því sem virtist vera að koma upp í hálsi hennar.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.