Innsýn - 01.12.1976, Síða 13

Innsýn - 01.12.1976, Síða 13
13 fórna meginreglunni. Með öllum þeim hávaða og æsingi sem þessu tilheyrði áður en yfir lyki, mundi hún aldrei geta haft í heiðri hinn sanna hvíldardagsanda. Hún einfaldlega gæti ekki tekið þátt í æfingxinni á hvíldar- deginum og þar með var það útrætt. Fimmtudagurinn leið fljótar en Beth gat ímyndað sér, og áður en langt um leið var hún komin til Washington gagnfræðaskólans ásamt hinum þátttakendum skólanna til æfingarinnar á föstudeginum. Herra Weaver sagði henni í hádeginu hvaða ákvörðun hefði verið tekin í málinu. "Mér þykir það leitt,Beth, en stjórnandi keppninnar vill ekki gera neinar undan- tekningar. Hann sagði að ef þú mættir ekki á morgunæf- inguna á laugardag getir þú ekki tekið þátt í söngkeppn- inni annað kvöld. Mér þykir það leitt." "Það er allt x lagi, herra Weaver. Þakka þér samt fyrir að reyna," sagði Beth. Þetta yrði þá í síðasta sinn sem hún syngi með kórn- um, og Beth lagði sig alla fram það sem eftir var dags- ins í söngnum. Já, hún mundi fara á mis við heiðurinn af því að taka þátt í keppninni annað kvöld, en þegar allt kemur til alls þá var það Guð sem hafði veitt henni þann sér- staka heiður að geta sungið. "Við skulum finna sálminn númer 1 í sálmabókinni - Lofið vorn Drottinn," sagði safnaðarformaðurinn í kirkj- unni morguninn eftir. Já.það var gott að syngja Drottni lof. Það var ekki aðeins vegna hæfileikans að geta sungið heldur einnig vegna þeirra gleðitilfinn- inga sem hún nú fann. Hún hafði staðið fast við sann- færingu sína. Og Linda, sem hafði ekki almennilega skil- ið hvernig nokkur gæti fórn- að þeirri hrífandi reynslu að syngja þá um kvöldið, hafði gert Beth undrandi með því að spyrja hana hvort hún mætti fara með henni í kirkju hvíldardaginn þar á eftir. Hún bað í hljóði þakkarbæn og hætti að syngja um stund á meðan hún hlustaði á þá syngja sem umhverfis hana voru. Já, það var skrítinn söngurinn hjá frú Kerns. Veslings konan, hún gat aldrei haldið lagi. Og mað- urinn hennar þrumaði eins » 33

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.