Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 15
A' SUNDLAUGIN Smíði sundlaugarinnar miðar vel áfram. Sumartím- inn reyndist þó ekki eins drjúgur og vonast var til, þar sem fólk var mikið fjar- verandi á ferðalögum og í sumarleyfi. En með haust- inu var aftur hafist handa og vantar nú aðeins herslu- muninn að hægt sé að taka laugina í notkun. Búið er að sníða plastdúkinn, tré- verkið er tilbúið, verið er að vinna að því að leggja leiðslurnar að og frá laug- inni, og framkvæmdir við girðinguna standa yfir. Vonandi geta allir sem vilja fengið sér sundsprett í sundlauginni um miðjan vetur. GRÓÐURHÚSIÐ Gróðurhúsið nýja er nú fokhelt og verður tilbúið til notkunar um áramótin. Þá eru sex hundruð fermetrar komnir undir gler á staðnum. Ármann garðyrkjumaður mun eflaust laða þar fram nægtir af gómsætum garðávöxtum í framtíðinni.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.