Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 17

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 17
17 engillinn Hans, hefur snu- ist gegn honum og hafið upp- reisn gegn lögum himinsins." Þá heyrðist enn ein rödd er sagði, "ég get ekki skil- ið þetta. Hvað kom honum eiginlega til að byrja slíkar hugmyndir? Þetta er algjör- lega ástæðulaust." Þeir andvörpuðu allir mæðulega og hristu höfuð sín ráðalausir. "Jæja," sagði einn þeirra og stóð á fætur, "það stoðar ekki að við sitjum hér og syrgjum,við höfum verk að vinna. Það þýðingarmesta fyrir okkur að gera er að vera vingjarnlegir og þolin- móðir, og láta LÚsífer vita að við viljum ennþá að hann sé okkar leiðtogi, ef hann gerir upp gjörðir sínar við Guð." LÚsífer sá hópinn nálgast sig. "Ahaí" hefur hann ef- laust hugsað með sjálfum sér. "Herna kemur sendinefnd for- ystuenglanna. Hvað skýldu þeir annars vilja. Ef til vill hafa þeir haft tíma til þess að hugsa um málið og hafa ákveðið að sameinast mér. Ef ég get fengið leið- togana á mitt band verður ekki erfitt að vinna hina englana." Þessar hugsanir komu Lús- ífer til að brosa, og hann gekk á móti gestum sinum glaður á svipinn. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og ef til vill nokkur orð verið látin falla almenns eðlis, var eflaust nokkuð erfitt að fitja upp á erind- inu. Þegar öllu var á botn- inn hvolft þá höfðu englarn- ir aldrei horfst í augu við kringumstæður eins og þessar, og þetta var algjörlega nýtt vandamál fyrir þeim. En þar sem Lusífer var ákafur að kbmast að raun um hvert erindi þeirra var, skulum við hugsa okkar að hann hafi sjálfur byrjað samræðurnar. "Það gleður mig ^ð sjá að þið hafið ákveðið að meðtaka mig sem leiðtoga ykkar.Það sýnir hversu skynsamir þið eruð." "ÞÚ ert leiðtogi okkar, LÚsífer, og við erum ánægðir að hafa þig sem slíkan. Ekki einn einasti engill hefur óskað eftir breytingu þar á. Guð hefur gert þig að foringja okkar, og við höfum allir verið ánægðir með fyrirkomulag Guðs." Þegar minnst var á Guð og Hans fyrirkomulag kom skuggi á ásjónu Lusífers, en hann áttaði sig fljótt og svaraði rólega.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.