Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 18

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 18
"Auðvitað verðið þið að gera ykkur grein fyrir því, að Guð hefur gert breytingu á fyrirkomulagi sínu. Hann tók það mjög skýrt fram þeg- ar Hann boðaði til hins sér- staka fundar. Hann setti upp Soninn sem einræðis- herra yfir okkur. Ég ætla mér ekki að glata valdi mínu, og ég vil ekki sjá að þið englarnir glatið ykk- ar réttindum heldur. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég reyni svo mikið að gera eitthvað í málinu. Öll mín áform snúast um það að hjálpa ykkur englunum." Lúsífer talaði mjúklega og reyndi þannig að ávinna sér hylli þeirra. "En, Lúsífer," andmælti forystu engillinn vingjarn- lega, "Faðirinn minntist ekki einu orði á neinar breytingar." "Hlustaðu nú á mig," greip LÚsífer frammí fyrir honum. "Ég veit meira um þessa hluti en þú og segðu ekki að ég hafi ekki reynt mitt besta til að aðvara ykkur." "Ó, LÚsífer," grátbað forystuengilinn,"vilt þú ekki hlusta á okkur og vera sanngjarn? ÞÚ veist eins vel og við að Sonurinn hefui alltaf verið Föðurnum jafn og aðeins vegna þess að hann minnti okkur á þessa stað- reynd í ræðu sinni þýðir ekki að hann hafi gert neina breytingu þar á." "Og þú Lúsífer ert ennþá okkar mikli leiðtogi eins og þú hefur alltaf verið," bætti enn annar engillinn við. "Svo að engin breyt- ing hefur átt sér stað. Og Lúsífer, okkur þykir leitt að segja það en eina breyt- ingin sem virðist hafa átt sér stað er í þér, og frið- urinn hér á himni er ekki sá sami eftir að þú byrjaðir þetta deilumál." NÚ tók enn einn engillinn til máls og sagði: "LÚsífer, við höfum alltaf verið sér- staklega góðir vinir og þú veist að ég tala við þig í kærleika, þú segir að Guð veiti okkur ekki frelsi. ÞÚ veist að þetta er ekki satt, því einmitt núna neyðir Hann þig ekki til að hlýða reglum sínum, og Hann gefur þér jafnvel frelsi til að tala á móti sér. Þínar eig- in gjörðir sanna að röksemd- ir þínar eru rangar. Svo, hvað ertu í raun og veru að gera? Það er ekkert til í því sem þú ert að segja." En LÚsífer var áfram þrár og stoltur. Kalhæðnis- lega svaraði hann, "svo að »19

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.