Innsýn - 01.12.1976, Qupperneq 21

Innsýn - 01.12.1976, Qupperneq 21
Þú mundir ekki halda að fugla væri að finna mjög nálægt stórum og grimmum dýrum, eins og til dæmis krókódílum og nashyrningum, eða heldurðu það annars? Það virðist eins og litlir fuglar séu hræddir við þessar hættulegu skepnur en þeir eru það ekki. Krókódíllinn er stór og ljótur og hefur beittar tennur og sterka kjálka. Þungur hali hans getur brotið bát í spón. En það er til einn lítill fugl,. eða fuglategund, sem ekki óttast krókódílinn. Hann er kallaður krókódílafuglinn. Þetta er fallegur fugl á stærð við hænuunga. Krókódílafuglinn er með stuttan, beinan, og skarpan gogg, breiða og svarta rönd langsum eftir bakinu, og mjóan, svartan hring um hálsinn. Krókódíllinn skríður upp á f1jótsbakkann og teygir úr sór til þess að fá sér langan blund. En hann á erfitt með að sofna vegna þess að blóðsugur hafa bitið sig fastar innan í munn hans. Blóðsuga er lxtill ormur sem lifir í vatninu. Þegar krókódíllinn er í vatninu og opnar munn sinn komast þessir litlu ormar upp í hann og sjúga sig fasta í gómana og annars staðar £ munni krókódílsins. Þeir sjúga til sín blóð krókódílsins, sem er þeirra fæða. Þeir bíta sig svo fasta að krókódíllinn getur ekki náð þeim burtu með tungu sinni. En fljótlega kemur krókódílafuglinn fljúgandi. Hann sest á jörðina fyrir framan krókódílinn. Þá opnar krókódíllinn syfjuð augu sín og gleðst yfir þv£ að sjá þennan litla fugl. Þá opnar hann munninn sinn upp á gátt og fuglinn hoppar upp £ hann og byrjar að éta blóðsugurnar. Hann t£nir þær eina af annarri mjög fljótt, þar til hann er orðinn svo saddur að hann vill ekki borða meira. Krókódillinn lokar ekki munni s£num á þennan fugl vegna þess að hann veit að hann er að gera honum mikið gagn. Það hlýtur að kitla krókód£linn að hafa þennan litla fugl hoppandi á tungunni, en krókódillinn er svo ánægður að losna við þessar blóðsugur að hann kærir sig kollóttán um kitlið. Þegar fuglinn

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.