Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 27

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 27
18« þið hafið komið til að segja stjórnanda ykkar fyrir verk- um.Og þar sem þið teljið ykkur svo vitra, hvaða leið- beiningar hafið þið þá til að tfjefa mér?" NÚ tóku englarnir til við að þrábiðja Lúsífer að játa syndir sínar fyrir Guði og snúa aftur til sinna fyrri starfa. Þeir lögðu ákaft að honum með tárum að hlýða lögum himinsins, bæði sjálfs sín vegna og vegna allra á himnum. "Jahá'" hrópaði hann með fyrirlitningu. "Svo að þió viljið að ég aðmýki sjálfan mig frflmmi fyrir syninum? Hann mundi aðeins auðmýkja mig og taka frá mér heiður- inn og forréttindin." Englarnir fullvissuðu LÚsífer um að Guð mundi fyrirgefa honum og endur- reisa hann til fyrri stöðu sinnar í hásætinu sem hann hafði nú yfirgefið. Þeir minntu hann á að hann væri sá á meðal allra englanna sem nyti mestra forréttinda og heiðurs. Ef Guð væri ekki að bíða eftir honum núna í þolinmæði og kærleik að hann sneri til sin aftur, mundi hann þegar hafa refsað honum, já, strax og hann byrjaði uppreisnina. En LÚsífer vildi ekki hlusta á meira. í hjarta sínu iðraðist hann þess að hafa byrjað þessi vandræði, en hann var of stoltur til að viðurkenna það. NÚ voru englarnir um það bil að yfirgefa hann. "Bíðið augnablik," sagði Lúsífer. Síðan talaði hann við þá mildilegum orðum og sagði: "Sögðuð þið ekki þegar þið

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.