Innsýn - 01.12.1976, Síða 29

Innsýn - 01.12.1976, Síða 29
í UMSJÁ ÁRNA HÓLM. 21 visindi og txknri ÞROUN EÐA: skotiMw frh. Umræðuefni nokkurra undanfarinna þátta hefur verið þróun eða sköpun. Tekin hafa verið fyrir ýmis atriði þessa efnis. í þessum þætti verður komið inn á fræðigrein sem á síð- ustu áratugum hefur tekist að skyggnast inn í nokkra leyndardóma náttúrunnar - líffræðina. Verður vikið að atriðum sem snerta efni þessara þátta. Líffræðin, steingerf- ingafræðin og mannfræðin eru þær fræðigreinar sem þróunarkenningin hefur dregið efnivið sinn frá, framar öðrum greiniom. Flestar rannsóknir og til- raunir sem gerðar eru í sambandi við þróunarkenn- inguna eru gerðar innan líffræðinnar. Þessar tilraunir eru margs konar. SÚ tegund tilrauna sem mest hefur verið rætt og ritað um, hefur að gera með meinta tilkomu lífrænna efna frá ólífrænum efnum. Hér verða fjórar slíkar tilraunir nefndar. Árið 1952 tókst vísindamanni að nafni Stanley Miller að framleiða vissar amónósýr- ur (en þær eru byggingar- efni eggjahvítuefna) með sérstökum tækjum, undir kringumstæðum sem taldar voru sambærilegar við þær kringumstæður sem þróunar- sinnar álíta að hafi verið til staðar við upphaf jarð- ar. Þessi tilraun var blásin upp af ýmsum frétta- blöðum. Því var haldið fram að vísindin hefðu framleitt líf í tilrauna- glasi. Sannleikurinn var hins vegar sá að amínosýrur eru langt frá því að vera líf. Auk þess varð Miller að útbúa "efnagildru" fyrir sýrurnar til þess að varna því að þær leystust upp. Hvað hefði leyst þær upp? Sama umhverfið og var nauðsynlegt til að mynda þær.

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.