Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 36

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 36
28 heldur líka fitu 1 smjöri, rjóma og mjólk og osti. Allt er þetta mettuð fita. Cholesterol magnið í fæð- unni sem við borðum hefur áhrif á cholesterol magnið í blóðinu sem aftur er í nánum tengslum við t.d. kransæðastíflu. Það er því hægt að minnka cholest- erol magnið í blóðinu með því að minnka mjög neyslu þeirra fæðutegunda sem innihalda cholesterol. Það er hins vegar mjög athyglisvert að enn áhrifa- meiri aðferð til að minnka cholesterol magn í blóðinu er að minnka neyslu fitu og_ hitaeininga. Það má segja að sykurinn sé konungur hitaeininganna. Það er því eftirtektarvert að Ellen White segir mikla sykur- neyslu hættulegri en kjöt- neyslu. (Counsels on Diet and Foods,bls.328.) En það dregur ekki úr hættu kjötneyslunnar, og þá sér- staklega fitunnar, en jafn- vel magurt kjöt inniheldur fitu. 0 Spurning: Er ekki hætta á því að helgi hvíldardagsins gleymist hjá þeim aðvent- istum sem starfa á sjúkra- húsum og mötuneytum, og vinna þar á hvíldardögum jafnt sem aðra daga? Ættu aðventistar sem ráða sig til starfa á sjúkra- húsum og'í mötuneytum að fara fram á að fá frí frá vinnu á hvíldardögum? Hvernig er fyrirkomulag hvíldardagsvinnu og frí- daga á slíkum stofnunum safnaðarins erlendis? Einlægur. Svar: JÚ, hættan er alltaf til staðar undir svona kringumstæðum, og það reyn- ir mikið á hinn trúaða að útiloka heimsleg og hvers- dagsleg áhrif allt í kring, og beina huganum til Guðs, til andlegra hluta, til helgi hvíldardagsins. Her er þá reiknað með að ein- staklingurinn vinni aðeins þau störf sem leyfilegt er að vinna á hvíldardögum, þ.e. þau verk sem óhjákvæmilegt er að láta bíða til eftir hvíldardag, eða sem ekki var hægt að gera fyrir hvíldardag. Se um verk að ræða sem teljast brot á helgihaldi hvíldardagsins verður náttúrlega mótsagna-

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.