Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 37

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 37
kennc að tala um að minnast helgi hvíldardagsins undir þannig kringumstæðum. "Engri sál getur vegnað vel nema hún taki tíma til þess að biðja og rannsaka Ritninguna; og allir ættu, eftir þvi sem þess er fram- ast kostur, að njóta þeirra forréttinda að sækja safnað- arsamkomur og guðsþjónustur. Allir þurfa að hafa í geym- um lampa sinna olíu náðar- innar. En framar öllum öðrum, þurfa þeir, sem vinna á meðal heimslegs fólks, á þvi að halda að Jesú sé lyft upp fyrir sjónum þeirra, að þeir geti séð Guðs lambið sem ber synd heimsins. Þau guð- n lausu áhrif sem þeir verða fyrir gerir það nauðsynlegt að eitthvað persónulegt sé gert fyrir þá. Hver getur verið mjög nálægt þessum sjúklingum, heyrt tal þeirra og andað í andrúms- lofti þeirra án þess að taka einhverja áhættu? ...Þeir sem, einhverra hluta vegna, verða að vinna á hvíldardeginum, eru allt- af i hættu; þeir finna tap- ið og í framhaldi af því að vinna hin nauðsynlegu störf myndast sá vani að gera hluti sem ekki eru nauðsyn- legir á hvíldardeginum. Þar með glatast tilfinningin fyrir helgi hvíldardagsins, og hið heilaga boðorð miss- ir vald sitt. Serstakt átak þyrfti að gera til þess að koma í kring siðbót varðandi hvildardagshelgi- hald. Starfsfólk heilsu- hælanna gerir ekki alltaf það fyrir sjálft sig, sem er forréttindi þeirra og skylda." Counsels on Health bls.422. Fyrirkomulag hvíldar dagsvinnu og frídaga er að gera sem minnst á hvíldar- deginum, ekkert nema það sem er óhjákvæmilegt til þess að hjúkra og lina þjáningar, og tryggja vel- liðan. Ekki held ég að aðvent- istar sem ráða sig til starfa á sjúkrahúsum ættu að fara fram á frí á hvildardögum því það er höfuðregla hjá kristnum mönnum að hjálpa sjúkum og lina þjáningar á hvildar- dögum. Hins vegar ætti að gæta þess vel að það komi skýrt fram hvers konar störf samræmast hvíldar- dagshelgihaldi og hver ekki. Kröfur fjórða boð- orðsins eru ofar öllum öðrum kröfum. Ég er ekki viss um að ég skilji hvað átt er við með "mötuneytum" í spurningu "Einlægs". Ef átt er við

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.