Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 39

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 39
31 líða yrði þetta ekki gert... "Við eigum ætíð að fara eftir "Svo segir Drottinn", jafnvel þótt við með hlýðni okkar völdum þeim sem enga virðingu hafa fyrir hvíld- ardeginum miklum óþægindum. Annars vegar eru ætlaðar þarfir mannsins; hins vegar boðorð Guðs. Hvort er þyngra á metaskálunum hjá okkur? Á heilsuhælum okkar á að gefa sjúklingunum, ásamt læknunum, hjúkrunarkonunum og öðru starfsliði, mat, eins og hverri annarri fjöl- skyldu, með eins lítilli vinnu og hægt er. En veit- ingastaðir okkar eiga ekki að vera opnir á hvíldardögum. Fullvissið starfsliðið um það að þann dag eigi þau til að tilbiðja Guð. Lokaðar dyr á hvíldardögum auðkenna veitingastaðinn sem minnis- merki fyrir Guð, minnismerki sem lýsir því yfir að sjö- undi dagurinn sé hvíldar- dagur og á honum eigi ekkert ónauðsynlegt verk að vinna." Ég læt þá "Einlægan" um að íhuga þær grundvallar- meginreglur sem fram koma í þessu. Það er það sem skiptir höfuðmáli, að átta sig á meginreglunum í hverju máli. Stundum getur okkur virst þær stangast á við "hagsmuni" okkar, en okkar raunverulegu hagsmunum er best borgið þegar við fylgj- um meginreglum Guðs Orðs og Anda Spádómsins hvað sem það kostar. o KLÍKUSKAPUR? Bergmáli barst eftir- farandi bréf frá "Óánægðum": Mig langar til að kvarta yfir dálitlu og vona að það verði tekið til greina. Þannig er, að þegar unglingar safnaðarins koma saman, þá er allt of mikið af þvi að þeir hópi sig saman, sem e. t.v. er ekki svo slæmt í sjálfu sér, en þetta eru svo oft sömu hóparnir og það sem verra er, er að það verða alltaf einhverjir útundan. Þetta er hættuleg þróun og hefur leitt til þess að ein- staklingar hafa misst áhuga á safnaðarmálum og samfélag- inu. Þess vegna skora ég á okkur (sic), unga fólk, kom- um saman til að uppbyggja alla en ekki bara skemmta okkur sjálfum. Klíkuskapur ætti ekki að sjást á meðal okkar. Óánægður.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.