Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 40

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 40
32 ■ o ALLT BÚIÐ EFTIR NOKKUR ÁR? Það er gaman að sjá á því hvernig sumir safnaðarmeð- limir eru starfsamir fyrir söfnuðinn að það er mikið eftir af lífinu þó maður sé kominn á þriðja tuginn. En því miður eru það allt of margir af þeim eldri sem með viðhorfi sínu láta mann finnast að allt sé búið að vera sé maður orðinn þrítug- ur eða fertugur, þ.e.a.s. þá eru sífellt afsakanir um að einstaklingurinn geti ekki gert hitt eða þetta, láta þá ungu gera þetta, o. s.frv. Þið sem svona talið: Gerið þið ykkur grein fyrir því að með þessu viðhorfi dragið þið kjarkinn úr okkur- sem erum yngri? Eitt það bésta andlega vítamín sem við getum fengið er að sjá jákvæðan einstakling (eldri) sem gerir eitthvað og er ekki sífellt, óbeint að klifa á því að lífið sé búið um eða upp úr þrítugt. Eins og við eyðum mínút- unum, þannig eyðum við æv- inni. Gættu að svip þínum - það er alltaf einhver að taka mynd af þér. Vandamál stór og smá ég sé - en þau stærstu eru þau sem aldréi ske. Ég átti enga skó og kvartaði þangað til ég mætti manni sem var fóta- laus. (spakmæli. Arabískt) Heimskinginn segir fátt í mörgum orðum; vitringurinn segir margt í fáum orðum. Aðeins heimskinginn og hinn látni skipta aldrei um skoðun. Leyndardómur hamingjunn- ar er ekki fólginn í því að gera það sem maður hefur gaman af, heldur að hafa gaman af því sem maður verð- ur að gera. Besti undirbúningurinn undir framtíðina er að gera skyldu sína samviskusamlega í dag.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.