Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 41

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 41
33 Taktu lífinu eins og það er, en láttu ekki þar við sitja. Dagurinn í dag er morgun- dagurinn sem þú hafðir áhyggjur af í gær.' "Ég vildi fremur sjá prédikun en heyra hana. Ég vildi fremur að einhver gengi með mér, í stað þess að mér væri aðeins sagt hvert ég ætti að fara." Edgar Guest. o »13 og naut í stormi. Og þó elskaði hún sönginn þeirra. Hér átti hún heima. Jafn- vel bestu raddirnar í sýsl- unni gátu ekki boðið upp á einlægari lofgjörð í söng en þá sem hennar eigin safnaðar- fjölskylda færði. Brosandi tók Beth þátt í síðasta erindi sálmsins. Það var henni nógu mikill heiður að tilheyra sönghóp Guðs. Bœn vísindamannsins Vísindamaður nokkur, sem áleit að bænin væri bara hjátrúafullt fyrirbæri, veiktist. Margar tilrauna hans mistókust og hann var allt að því gjaldþrota. Dag einn vildi hann komast í burtu að heiman og kom þá á stað nokkurn þar sem aðrir voru að biðja. Hann sagði við sjálfan sig, "ef ég væri ekki guðsafneitari gæti ég gert tilraun með þessa hjátrú." En rétt svona eins og til að kynnast þessu tók hann að biðja. í miðri bæn sinni sagði hann við sjálfan sig: "Hvað ætti ég svo sem að biðja um ef þetta er þá ekki eintóm heimska allt saman - heilsu? peninga?" En skyndilega hrópaði hann upp, "Ó, Guð, ég bið þig um að upplýsa huga minn svo að ég megi uppgötva eitthvað stórkost- legt til að auka á þekkingu mannsins." Hann varð undr- andi á sálfum sér. Þetta var í raun og veru innsta þrá hans sem þannig braust út í orðum. Þar sem hann hafði að lokum komist að raun um sína æðstu þrá tók hann að gera tilraunir sem leiddu til þess að sjónaukinn upp- götvaðist og þannig komst Gallileo að raun um mikil- vægi bænarinnar.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.