Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 43

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 43
35 eldfast fat eða form. Lok sett yfir. Látið bakast við meðalhita (350°F) í 10 mín. Snúið við á fatinu, hrært í, iokið sett aftur á og látið bakast 10 mín. í viðbót. ffitti að duga fyrir sex. Ýmsir hafa beðið sérstak- lega um uppskrift af "spönskum kjötbollum" þær eru sérlega vinsælar af ungu fólki. Og passa ágætlega með spaghetti ef þær eru soðnar í tómatsósu. Þessar bollur má líka til tilbreyt- inga sjóða í t.d. sveppasósu. "SPÁNSKAR. BOLLUR' 2 bollar rifinn ostur 2 bollar ósæt kexmylsna (t.d. Ritz kex) 1 smátt saxaður laukur 3 egg 1/2 bolli malaðar hnetur Öllu blandað saman og búnir til litlir "boltar". Brúnað á pönnu. Latið malla í sósunni í 1/2 klst. SÓSA 1 stór laukur soðinn í 1-2 msk. olíu, þar til hann er meyr. 1/2 bolla tómatsósu bætt út í og þynnt með vatni eftir smekk. HUGLEIÐING Hefur þú hugsað um hve þýðingarmikil matreiðslan er fyrir fjölskyldu þína? Heilsa mannsins þíns og barnanna eru að miklu leyti í þinni hendi. Hvað gefurðu þeim að borða? Skellirðu einhverju í pottana á síð- ustu stundu? Notarðu langan tima í að baka fínar kökur sem gera siðan fjölskyldu þinni ekkert gott? Eða not- ar þú tíma á hverjum degi til að hugsa út hvað muni fullnægja næringarþörf fjöl- skyldunnar? Systir White hefur mikið að segja um mikilvægi matreiðslu. Hún segir líka að "FÓrnarlömb lélegrar matreiðslu má telja i þúsundum og tugum þúsunda. Á marga grafreiti mætti skrifa: "Dó vegna lélegrar matreiðslu." "Dó vegna þess að maganum var misboðið."(Counsels on Diet and Foods eftir E.G. White,bls.257) . "Það er synd að bera á borð illa undirbúinn mat... Við skulum muna það, að hag- nýt trúarbrögð eru fólgin i góðum brauðhleif." (Counsels on Diet and Foods,eftir E.G.White,bls.251)

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.