Innsýn - 01.03.1978, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.03.1978, Blaðsíða 5
ÞÚ verður að kunna að reisa tjald eða kofa, kveikja eld og kæfa hann, kunna að matreiða, (kunna að festa saman trjáboli og gera við brú eða fleka) og geta ratað að næturlagi eins og bjartan dag á ókunnum slóðum og margt fleira kemur til greina. Mjög fáir læra þetta, þar sem siðmenningin ríkir, af því að þeir búa í góðum hús- um og sofa í þægilegum rúm- um. Það er matreitt fyrir þá og þegar þeir þurfa að spyrja til vegar, leita þeir til lögreglunnar. Og svo þegar þessir náungar eiga að fara í rannsóknarferð eða skáta- leiðangur, finnst þeim allar bjargir vera bannaðar. Sá sem góð skil kann á eðli og lögmálum náttúrunnar og kunnugur er dýralífinu, er kallaður náttúrufróður 5 maður. ÞÚ kynnist háttum ýmissa dýra með því að rekja slóð þeirra og læðast að þeim varbúmam og athuga hætti þeirra við eðlileg skilyrði. Sá sem kynnist dýrum úti í náttúrunni, ber hlýjan hug til þeirra. Náttúruþekkingin gerir meiri kröfur til manna, en að geta rakið spor og haft önnur minni tákn að leiðar- vísi, nauðsynlegt er einnig að geta lesið sögu þeirra niður í kjölinn, geta sagt með nokkurri vissu, hve hratt dýrið hefur farið yfir, hvort komið hafi styggð að því eða ekki, og fleira þess háttar. Hann kemst að raun um, hvaða villijurtir eru honum bestar til matar og hvaða jurtir dýrunum þykja gómsætastar, og því getur hann ályktað, hvar þeirra er helst að leita. Á sama hátt lest þú úr sporum eftir menn, hesta, förum eftir reiðhjól og bifreiðar og reynir að skýra sögu þeirra. ÞÚ venst að gefa gaum að hvers konar smámunum, eins og þegar fuglar fljúga skyndilega upp, sem getur verið vís- bending þess, að einhver sé í nánd, þótt þú komir ekki auga á neinn. Björn Sturlaugsson

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.