Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 5
5 þekkingu á skólamálum. Nefnd þessi ætti að athuga hvert atriði þessa máls ofan í kjölinn og koma með tillögur til endurbóta í skólamálum. Nefnd þessi mundi einnig ákveða stefnu. -1 mörg ár hafa flestir starfsmenn okkar verið bundnir við kennslu en þó menntaðir guðfræðingar. Fyrir löngu er kominn tími til að hvetja sumt fólk okkar til að afla sér kennaramenntunar, með það í huga að starfa fyrir söfnuð- inn. Það ætti að styrkja þessa aðila fjárhagslega til náms ekki síður en guðfræð- inga. Nema skilningur fyrir þessu komi til, munum við halda áfram að vera í vand- ræðum með starfskrafta við skóla okkar á hverju hausti. Okkar skólar eiga að vera góðir, og það besta sem völ er á, segir E.G.White. En slíka skóla fáum við ekki nema til sé stefna sem unnið er markvisst að og fólk feng- ið til að vinna sérhæfð störf við skólann. JÓHANN ELLERT JÓHANNSSON Bamaskólar á sem flestum stöðum er nauðsyn, sérstak- lega fyrir safnaðarbörn. Skilyrðislaust ætti að tak- marka aðgang utansafnaðar barna í skóla sem við rekum. Algjört lágmark er að börn frá aðventheimilum séu 60% heildartölu í skólanum. Á hinn bóginn vildi ég alls ekki útiloka aðgang að skólanum af þeirri ástæðu einni að börnin koma frá utansafnaðar heimilum. Einn auðfundinn galli er í núverandi skólakerfi okkar og það er sjöundi bekkur grunnskóla. Þessum bekk þarf að bæta við safnaðar- skólana, svo keðjan sé óslitin. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að ekki bara 7.bekk, heldur einnig 8.bekk ætti að tengja við barnaskólana. Unglingar sem sækja heimavistarskóla í 7. og 8.bekk eru varla nægilega þroskuð félagslega. Þegar á heimavistarskóla er komið þarf einstaklingurinn að ----► 8

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.