Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 7
7 HPS SíOAN ÍÞRÓTTIR íþróttalxfið byrjaði ágætlega og var mikið um knattspyrnu framan af vetri. Þá var spilað við UMFR og eftir venjulegan leiktima var jafnt 3:3. Þá var framlengt og lauk leiknum með sigri UMFR 6:4. Síðan datt íþróttalífið niður á timabili en fór svo í gang stuttu fyrir jól og hefur verið mjög gott siðan og má segja að salurinn sé aldrei ónotaður. í janúar komu i heimsókn hingað stórir og stæltir strákar úr garðyrkjiaskólanum i Hveragerði. Okkur leist ekki á blikuna að keppa við svo stóra stráka. En margt fer öðru vísi en ætlað er þvi i körfubolta unnu Hlið- dælingar, 34 stig á móti30 en i handbolta unnu Hvergerð- ingar,. 22:20 eftir að HDS höfðu haft yfirhöndina mest allan tímann. Fyrirhuguð er keppni i Hveragerði einhvern tíma á næstunni og þá eru Hlið- dælingar ákveðnir i að koma ósigraðir heim.' Skiðaiþróttin er mikið stunduð og er þá brekka fyrir ofan Vindheima notuð. Áformað er að fara i skiðaferð i vetur í Blá- fjöll. Sundlaugin hefur þvi miður litið verið notuð vegna þess að forhitarinn sem notaður er við að hita upp vatnið reyndist ekki vera nógu stór. 1 athugun er að kaupa stærri hitara og vonum viðað hann komi f1jótlega þvi sundlaug- in er ómissandi þegar maður hefur komist á bragðið. Allt samstarf við krakkana er með ágætum og við litum björtum augum til framtið- arinnar. Sendum öllum kveð kveðjur með von um að þið minnist skólans í bænum ykkar svo að starfið hér á HDS megi vaxa og eflast og árangur nást. Johann Ellert Jóhannsson

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.